Boða eftirlit með sífrera í Strandartindi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Veðurstofa Íslands skipuleggur nú reglubundið eftirlit með sífrerasvæðum í Seyðisfirði. Vísi/pjetur „Hér á landi er sífreri að þiðna eins og víða annars staðar,“ segir Tómas Jóhannsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Hitamælingar í borholum á hálendinu sýna að sífreri hefur horfið á ákveðnum svæðum. Í borholu við Hágöngur hvarf sífreri á árunum 2004 til 2016.“ Tómas tekur undir með Þorsteini Sæmundssyni, jarðfræðingi við Háskóla Íslands, sem hvatti til þess í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að rannsóknir á sífrera í íslensku fjalllendi yrðu efldar. Sérstaklega í ljósi þess að þrjár skriður á norðurhluta landsins, í Torfufelli árið 2011, Móafellshyrnu 2012, og í Árnesfjalli 2014, renni stoðum undir þá kenningu að hlánun sífrera geti hrundið af stað skriðum. „Það vakti mikla athygli þegar skriðurnar féllu úr Móafellshyrnu, því þetta er augljóslega hættulegt,“ segir Tómas. „Sífrerinn er áhyggjuefni víða erlendis vegna hlýnandi loftslags. Sífrera er víða finna hér á landi. Í öðrum löndum gera menn ráð fyrir því að skriðuföll úr þiðnandi sífrera verði tíðari og það hafa sést merki um þetta í hlýnandi veðurfari síðustu áratugi.“ Fylgst er með sífrera á Tröllaskaga í austurrísku rannsóknarverkefni þar sem notaðar eru gervihnattamælingar til þess að mæla hreyfingar jarðlaga sem geta verið um tíu sentímetrar á ári þar sem frosin jarðefni hníga undan halla. Önnur svæði eru jafnframt undir smásjá vísindamanna, þar á meðal grjótjökull ofarlega í Strandartindi við Seyðisfjörð. „Við höfum sérstakar áhyggjur af ákveðnum stað fyrir ofan atvinnusvæði við sunnanverðan Seyðisfjörð. Þar er þekkt skriðusvæði og skriður eiga upptök á nokkrum svæðum í fjallinu. Í einu þessara svæða er talið að sífreri sé undir yfirborðinu.“ Í skýrslu frá árinu 2016 um skriðuhættu undir Strandartindi var komist að þeirri niðurstöðu að fylgjast þyrfti með sífrera á þessu svæði. Skýrsluhöfundar segja að með hlýnandi loftslagi gætu skapast aðstæður þar sem þiðnun sífrera hrindir af stað skriðu. Þeir telja að rannsaka þurfi möguleg sífrerasvæði í 650 til 750 metra hæð í vestanverðum Strandartindi sem gætu hrundið af stað skriðum fyrir ofan Þófa, Skuldarlæk, Stöðvarlæk og jafnvel Búðará. Skýrsluhöfundar ítreka að „hættuna sem stafar af skriðuföllum úr mikilli hæð megi mögulega rekja til sífrera og að sú hætta geti aukist í framtíðinni með hlýnandi loftslagi.“ „Við teljum fullt tilefni til þess að hafa áhyggjur af þessum stað við Seyðisfjörð fyrir ofan atvinnusvæðið. Við erum að skipuleggja reglubundið eftirlitið með hreyfingu þar svo hægt sé að fylgjast með því hvort einhvers konar óstöðugleiki sé að myndast sem leitt getur til skriðu,“ segir Tómas og bætir við að svæði fyrir ofan þéttbýli hafi verið rannsökuð nokkuð vel. Hins vegar sé hugsanlegt að sífreraskriður falli ofan við vegi, gönguleiðir, í dreifbýli og í óbyggðum. „Sérstaklega hættulegt getur verið að skriður falli ofan í vötn eða ofan á jökul og komi af stað flóðbylgju. Sífrerinn er eitt af mörgum ofanflóðavandamálum sem þarf að hafa áhyggjur af. Snjóflóðin eru stærsta vandamálið, þau eru viðvarandi og yfirvofandi víða. Sífreri er einn af þeim þáttum sem geta hrundið af stað skriðuföllum og það er fyllsta ástæða til þess að rannsaka hann betur,“ segir Tómas. „Það eru nokkrir rannsóknarhópar að vinna að rannsóknum á sífrera hér á landi núna í samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna og þeir eru sérstaklega að skoða breytingar vegna hlýnandi veðurfars. Þessar skriður eru áminning um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Hér á landi er sífreri að þiðna eins og víða annars staðar,“ segir Tómas Jóhannsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Hitamælingar í borholum á hálendinu sýna að sífreri hefur horfið á ákveðnum svæðum. Í borholu við Hágöngur hvarf sífreri á árunum 2004 til 2016.“ Tómas tekur undir með Þorsteini Sæmundssyni, jarðfræðingi við Háskóla Íslands, sem hvatti til þess í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að rannsóknir á sífrera í íslensku fjalllendi yrðu efldar. Sérstaklega í ljósi þess að þrjár skriður á norðurhluta landsins, í Torfufelli árið 2011, Móafellshyrnu 2012, og í Árnesfjalli 2014, renni stoðum undir þá kenningu að hlánun sífrera geti hrundið af stað skriðum. „Það vakti mikla athygli þegar skriðurnar féllu úr Móafellshyrnu, því þetta er augljóslega hættulegt,“ segir Tómas. „Sífrerinn er áhyggjuefni víða erlendis vegna hlýnandi loftslags. Sífrera er víða finna hér á landi. Í öðrum löndum gera menn ráð fyrir því að skriðuföll úr þiðnandi sífrera verði tíðari og það hafa sést merki um þetta í hlýnandi veðurfari síðustu áratugi.“ Fylgst er með sífrera á Tröllaskaga í austurrísku rannsóknarverkefni þar sem notaðar eru gervihnattamælingar til þess að mæla hreyfingar jarðlaga sem geta verið um tíu sentímetrar á ári þar sem frosin jarðefni hníga undan halla. Önnur svæði eru jafnframt undir smásjá vísindamanna, þar á meðal grjótjökull ofarlega í Strandartindi við Seyðisfjörð. „Við höfum sérstakar áhyggjur af ákveðnum stað fyrir ofan atvinnusvæði við sunnanverðan Seyðisfjörð. Þar er þekkt skriðusvæði og skriður eiga upptök á nokkrum svæðum í fjallinu. Í einu þessara svæða er talið að sífreri sé undir yfirborðinu.“ Í skýrslu frá árinu 2016 um skriðuhættu undir Strandartindi var komist að þeirri niðurstöðu að fylgjast þyrfti með sífrera á þessu svæði. Skýrsluhöfundar segja að með hlýnandi loftslagi gætu skapast aðstæður þar sem þiðnun sífrera hrindir af stað skriðu. Þeir telja að rannsaka þurfi möguleg sífrerasvæði í 650 til 750 metra hæð í vestanverðum Strandartindi sem gætu hrundið af stað skriðum fyrir ofan Þófa, Skuldarlæk, Stöðvarlæk og jafnvel Búðará. Skýrsluhöfundar ítreka að „hættuna sem stafar af skriðuföllum úr mikilli hæð megi mögulega rekja til sífrera og að sú hætta geti aukist í framtíðinni með hlýnandi loftslagi.“ „Við teljum fullt tilefni til þess að hafa áhyggjur af þessum stað við Seyðisfjörð fyrir ofan atvinnusvæðið. Við erum að skipuleggja reglubundið eftirlitið með hreyfingu þar svo hægt sé að fylgjast með því hvort einhvers konar óstöðugleiki sé að myndast sem leitt getur til skriðu,“ segir Tómas og bætir við að svæði fyrir ofan þéttbýli hafi verið rannsökuð nokkuð vel. Hins vegar sé hugsanlegt að sífreraskriður falli ofan við vegi, gönguleiðir, í dreifbýli og í óbyggðum. „Sérstaklega hættulegt getur verið að skriður falli ofan í vötn eða ofan á jökul og komi af stað flóðbylgju. Sífrerinn er eitt af mörgum ofanflóðavandamálum sem þarf að hafa áhyggjur af. Snjóflóðin eru stærsta vandamálið, þau eru viðvarandi og yfirvofandi víða. Sífreri er einn af þeim þáttum sem geta hrundið af stað skriðuföllum og það er fyllsta ástæða til þess að rannsaka hann betur,“ segir Tómas. „Það eru nokkrir rannsóknarhópar að vinna að rannsóknum á sífrera hér á landi núna í samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna og þeir eru sérstaklega að skoða breytingar vegna hlýnandi veðurfars. Þessar skriður eru áminning um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira