19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:13 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. vísir/hanna Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Lögreglumál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Lögreglumál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira