Forsetarnir minnast Hinriks prins af hlýhug Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins heimsóttu Austfirði í júlí 1986 og þar smellti drottning mynd af eiginmanni sínum. Kristján A. Einarsson „Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
„Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira