Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2018 10:47 Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum víða um land í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í kringum höfuðborgarsvæðið og á Suðurlandi en bálhvasst er víða um land. „Fólksbíll á leið úr Reykjavík austur keyrði á bílinn á þó nokkrum hraða en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og farþegarnir úr bílunum eru á leiðinni á sjúkrahús,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Björgunarsveitarbílnum var lagt við gatnamótin hjá Þrengslunum þar sem Hellisheiði var lokuð vegna veðurs en hægt var að keyra Þrengslin. „Svo gerðist það rétt eftir að það var keyrt á þenann björgunarsveitarbíl að þó nokkrir bílar lenda í vanda í Þrengslunum. Í kjölfarið var Þrengslunum lokað og er verið að aðstoða bíla þar,“ segir Davíð Már. Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir en björgunarsveitarmenn hafa einnig verið aðstoða ökumenn í vandræðum á Kjalarnesi.Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 10 í morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands.Þá hafa nokkrir ökumenn lent í vandræðum í Fljótshlíð á Suðurlandi auk þess sem björgunarsveitir aðstoðuðu við að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu. Þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni hefur verið lokaður frá því snemma í morgun og hafa fá verkefni borist björgunarsveitum þaðan. „Okkar fólk fór í lokanir klukkan fimm í morgun í Öræfasveit. Það er kannski hægt að draga ályktun af því að þar var farið í harðar lokanir snemma og þar af leiðandi hefur kannski ekki verið mikið vesen þar,“ segir Davíð Már.Færð og aðstæður á vegumHálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða þæfingur á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Þungfært og mjög hvasst er við Hafursfell og á Vatnaleið. Ófært er á Útnessvegi. Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur. Fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum eru ófæri og beðið með mokstur. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Ófært og Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang.
Veður Tengdar fréttir Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11 Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Óttast er að veginum um Kjalarnes verði lokað. 14. febrúar 2018 07:11
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55