Aðlögun Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök tilfinning að fara með barnið sitt í fyrsta skiptið á leikskóla eða fylgja því fyrstu skrefin inn í grunnskóla. Þetta eru stór skref sem fela í sér mikla breytingu á daglegu lífi barnsins og það tekur tíma að aðlagast slíkum breytingum. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, ný verkefni og nýjar leikreglur. Slíkt tekur á fyrir ungar sálir og því eðlilegt að þær njóti fylgdar foreldra og fái tíma og svigrúm til að aðlagast þessum breytingum. Eftir að barnsskónum er slitið hættum við alla jafna að njóta slíkrar aðlögunar. Unglingar mæta án fylgdar foreldra í fyrsta starfið og þannig er það áfram út lífið. Við tökumst á við ný verkefni, nýja vinnustaði og förum eftir nýjum reglum. Með einni undantekningu þó. Alþingismenn fá af óþekktum ástæðum aðlögunartíma á það að fara að tilmælum og reglum þingsins um akstur. Fjöldi þingmanna hefur sem sagt ekki séð ástæðu til þess að fara að reglum um endurgreiðslu aksturskostnaðar og skipta í hagræðingarskyni yfir á bílaleigubíl þegar 15.000 kílómetra marki á ári er náð. Gert er ráð fyrir að þingmenn taki til sín mismuninn á því sem þingið hefði sparað og eru endurgreiðslurnar skattfrjálsar og aðlögunin getur varað árum saman. Þannig fékk til að mynda þingmaðurinn sem vermdi toppsætið frá 2014 til 2017 tæpar 20 milljónir skattfrjálst vegna aksturs á eigin bíl. Hvort umræddur þingmaður er Ásmundur Friðriksson, sem viðurkenndi að hafa fengið 4,6 milljónir endurgreiddar á síðasta ári fyrir akstur upp á 48.000 kílómetra, er ekki vitað. Ásmundur er reyndar eini þingmaðurinn sem viðurkenndi að vera á bak við tölurnar og þar með væntanlega að hafa ekki tekist að laga sig að reglunum. Aðrir hafa valið að treysta á þá undarlegu reglu að almenningur, eigandi ríkissjóðs, sé eini launagreiðandinn sem þurfi ekki endilega að vita hvað hverjum er borgað fyrir hvað. Meginforsendan fyrir því að upplýsingarnar eru ekki persónugreinanlegar er að aksturinn tengist starfi alþingismanna og varði samband þeirra við kjósendur. Með öðrum orðum að fundir viðkomandi þingmanna og umbjóðenda þeirra séu einkamál, slíkt getur átt við í stöku undantekningartilfellum, sem komi almenningi ekki við. Því miður er þó reynsla almennings af leyndinni ekki góð. Saga íslenskra stjórnmála er oft saga hreppapólitíkur þar sem hagsmunir almennings hafa legið í léttu rúmi á meðan þúfnahyggjan tryggir atkvæði og áframhaldandi setu mishæfra þingmanna. En það er ánægjulegt að nú liggi fyrir drög að því að breyta þessum reglum með það að markmiði að engin leynd hvíli yfir ,,neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki“. Þetta kom fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í gær. En að þetta sé að koma fram fyrst núna eftir að kallað hefur verið eftir þessum upplýsingum árum saman segir okkur helst að aðlögun að nútímanum virðist vera löturhægur lífsstíll á okkar háa Alþingi. Því miður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun