Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 15:00 Dritvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði er einn margra vinsælla ferðamannastaða á umræddu svæði þar sem símasamband og tetra-samband næst ekki. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira