Ef ég slæ Kára Stefánsson kinnhest... Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 Daginn eftir að ég flutti frá Íslandi til Bretlands stóð ég við mjólkurkæli í stórmarkaði með lamandi valkvíða og snert af heimþrá. Mjólkurúrval verslunarinnar var svo mikið að mjólkurkælirinn var sjö metra langur. Úrvalið var þó ekki eina menningarsjokkið sem beið mín í kælivörunum. Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Léttmjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest.Aldalöng hefðÍ Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkamsmeiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englendingar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við.Út fyrir túngarðinn Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“ Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin? Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúarbrögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna?Heilagur rétturPistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfirskriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frumvarpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu. Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið. Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúarbrögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt. Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orðagjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu. Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Daginn eftir að ég flutti frá Íslandi til Bretlands stóð ég við mjólkurkæli í stórmarkaði með lamandi valkvíða og snert af heimþrá. Mjólkurúrval verslunarinnar var svo mikið að mjólkurkælirinn var sjö metra langur. Úrvalið var þó ekki eina menningarsjokkið sem beið mín í kælivörunum. Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Léttmjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest.Aldalöng hefðÍ Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkamsmeiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englendingar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við.Út fyrir túngarðinn Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“ Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin? Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúarbrögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna?Heilagur rétturPistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfirskriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frumvarpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu. Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið. Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúarbrögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt. Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orðagjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu. Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun