Jöfn en ólík Þórlindur Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Stór hluti karlmanna sinnir nú til dags störfum sem reyna lítið á líkamlegt þrek og aflsmuni. Það er því ekki óalgengt að skrifstofumenn finni sér áhugamál sem hafa karlmannlegra yfirbragð heldur en hversdagsstörfin; til dæmis veiði og fjallamennska. Í fyrsta skipti sem ég fór í laxveiði náði ég tveimur stórum löxum. Annar var fjórtán pund og hinn var sjö pund. Þessi góða byrjun á veiðiferlinum gaf frábær fyrirheit um að þarna hefði ég fundið heppilega útrás fyrir þá þörf að stunda karlmannleg áhugamál, til mótvægis við tölvupikkið og fundablaðrið sem ég var annars dæmdur til á daginn. Aflinn var settur í plast og komið fyrir í skottinu á bílnum þegar ég keyrði af stað aftur til Reykjavíkur. Þá gerðist dálítið skrítið. Þar sem ég keyri inn í borgina þá finn ég óstöðvandi löngun til þess að koma við á vinnustað unnustu minnar. Og þegar þangað er komið tilkynni ég um komu mína og heimta að hún afsaki sig frá fundarhöldum sem hún var upptekin í, og komi niður á bílastæði. Þegar hún loksins lét til leiðast og kom út þá leiddi ég hana að bílnum, opnaði skottið með viðhöfn og sýndi henni fiskana tvo sem ég hafði veitt. Henni fannst þetta frekar furðulegt uppátæki en sagði fátt. Og satt best að segja skildi ég ekkert í sjálfum mér að hafa gert þetta—þetta var algjörlega ósjálfráð hegðun. Sennilegasta skýringin er að þarna hafi eðlisávísun mín tekið völdin; og kannski hennar líka, því stuttu seinna vorum við orðin hjón.Að sýna stélfjaðrirnar Þótt mannkynið hafi þróast mikið á undanförnum tvö hundruð þúsund árum, og sloppið í ýmsum skilningi út úr ríki náttúrunnar—þá er það samt staðreynd sem ekki verður umflúin að undir allri siðmenningunni erum við ennþá lifandi skepnur, lífmassar sem stýrast að ýmsu leyti af sömu frumstæðu hvötunum og þörfum eins og önnur lifandi dýr. Við þurfum skjól og fæði, við þurfum tilgang og verkefni—og við þurfum að tilheyra hópi sem við treystum á. Ofar öllum öðrum þörfum og hvötum trónir þó líklega hin líffræðilega þörf að viðhalda stofninum með því að koma erfðaefni áfram til næstu kynslóða—eða að minnsta kosti að gera okkur líkleg til þess. Þótt það skilji mannfólkið frá dýrunum að við höfum oftast taumhald á frumstæðustu hvötunum þá þarf ekki að leita lengra heldur en til náttúrulífsmynda til þess að skýra sitthvað í hegðun og atferli okkar mannanna. Eitt af því áhugaverðasta í dýralífsmyndum er vitaskuld mökunarleikir dýranna. Í þeim efnum er hugvitsemi náttúrunnar stórfengleg. Algengast er að karldýrin þurfi að leggja mikið á sig til þess að ganga í augun á kvendýrunum; ýmist með því að sýna gagnslausa hæfileika sína og fegurð eða með því að sanna styrk sinn og yfirburði í slagsmálum við önnur karldýr. Kvendýrin velja en karldýrin gera sig að fífli.Að vera karlmaður…ekkert mál Sem betur fer er mannfólkið að mestu leyti siðfágaðra heldur en villt dýr í náttúrunni. Engu að síður er erfitt að þurrka algjörlega út úr hegðunarmynstri dýrategundar milljóna ára þróunarsögu. Allir strákar vilja stundum fá að líta hetjulega út í augum sinnar heittelskuðu; og þetta eldist ekki endilega af manni því allir karlmenn hafa gaman af því að skrúfa lok af sultukrukkum, bakka bílum í þröng stæði og finna út úr því í erlendum stórborgum í hvaða átt næstu H&M verslun er að finna. En staðreyndin er sú að fyrir karlmenn nútímans eru tækifærin til þess að sýna stélfjaðrirnar heldur fá og fátækleg. Og í ofanálag þá þykir margt af því sem áður þótti merkilegt við það að vera karlmaður—eins og að bera áburðarpoka, bora í vegg og skipta um dekk á vörubíl—bara alls ekki lengur vera neitt mál, og fjölmargt af því sem áður var hluti af samþykktri hegðun er nú til dags nánast álitið glæpsamlegt. Það er bæði gott og slæmt. Fjölmargar vísbendingar eru uppi um að í velmegunarríkjum Vesturlanda eigi strákar erfitt uppdráttar. Strákar eiga erfiðara í skólum, þeim gengur verr og líður verr en stúlkum. Fjölmörg samfélagsleg vandamál herja þar að auki í auknum mæli á unga karlmenn; þeir eru líklegri en stúlkur til þess að festast í tölvuleikjum, verða þunglyndir, missa starfsgetu og jafnvel sjálfan lífsviljann. Það mun meira að segja þekkjast að ungir karlmenn séu orðnir svo fráhverfir sjálfu lífinu að þeir velji frekar nettengda einveru heldur en að eignast kærustur, sem þó hefur lengstum verið yfirþyrmandi markmið unglingsdrengja.Hallærisleg aflasýning Samfélagið hefur á síðustu áratugum náð miklum árangri við að snúa við kynbundnu óréttlæti; hvort sem það er í formi ójafnra réttinda, tækifæra eða ruddaskapar og ofbeldis. Það er svo sannarlega gleðiefni að lifa á tímum þar sem þessar breytingar eru að eiga sér stað. En það er mikilvægt að líta ekki algjörlega framhjá því í allri umræðunni um hlutverk og samskipti kynjanna—að víst erum við að ýmsu leyti ólík; karlar og konur. Það er hluti af hundraða þúsunda ára þróunarsögu mannsins að karlmenn taki upp á furðulegustu hlutum til þess að ganga í augun á stelpum og alla tíð hafa samskipti kynjanna verið flókin og stundum full af misfellum og mistökum. Þannig er lífið. Það var vissulega ákaflega hallærislegt hjá mér að heimta að sýna kærustunni tvo dauða og slímuga laxa í skottinu á bílnum mínum. En undir allri siðfáguninni erum við líka lifandi verur sem þurfum stundum að hafa leyfi til þess að sinna eðlisávísun okkar, innan marka laga og velsæmis, og njóta þess að vera ólík—þótt við séum jöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti karlmanna sinnir nú til dags störfum sem reyna lítið á líkamlegt þrek og aflsmuni. Það er því ekki óalgengt að skrifstofumenn finni sér áhugamál sem hafa karlmannlegra yfirbragð heldur en hversdagsstörfin; til dæmis veiði og fjallamennska. Í fyrsta skipti sem ég fór í laxveiði náði ég tveimur stórum löxum. Annar var fjórtán pund og hinn var sjö pund. Þessi góða byrjun á veiðiferlinum gaf frábær fyrirheit um að þarna hefði ég fundið heppilega útrás fyrir þá þörf að stunda karlmannleg áhugamál, til mótvægis við tölvupikkið og fundablaðrið sem ég var annars dæmdur til á daginn. Aflinn var settur í plast og komið fyrir í skottinu á bílnum þegar ég keyrði af stað aftur til Reykjavíkur. Þá gerðist dálítið skrítið. Þar sem ég keyri inn í borgina þá finn ég óstöðvandi löngun til þess að koma við á vinnustað unnustu minnar. Og þegar þangað er komið tilkynni ég um komu mína og heimta að hún afsaki sig frá fundarhöldum sem hún var upptekin í, og komi niður á bílastæði. Þegar hún loksins lét til leiðast og kom út þá leiddi ég hana að bílnum, opnaði skottið með viðhöfn og sýndi henni fiskana tvo sem ég hafði veitt. Henni fannst þetta frekar furðulegt uppátæki en sagði fátt. Og satt best að segja skildi ég ekkert í sjálfum mér að hafa gert þetta—þetta var algjörlega ósjálfráð hegðun. Sennilegasta skýringin er að þarna hafi eðlisávísun mín tekið völdin; og kannski hennar líka, því stuttu seinna vorum við orðin hjón.Að sýna stélfjaðrirnar Þótt mannkynið hafi þróast mikið á undanförnum tvö hundruð þúsund árum, og sloppið í ýmsum skilningi út úr ríki náttúrunnar—þá er það samt staðreynd sem ekki verður umflúin að undir allri siðmenningunni erum við ennþá lifandi skepnur, lífmassar sem stýrast að ýmsu leyti af sömu frumstæðu hvötunum og þörfum eins og önnur lifandi dýr. Við þurfum skjól og fæði, við þurfum tilgang og verkefni—og við þurfum að tilheyra hópi sem við treystum á. Ofar öllum öðrum þörfum og hvötum trónir þó líklega hin líffræðilega þörf að viðhalda stofninum með því að koma erfðaefni áfram til næstu kynslóða—eða að minnsta kosti að gera okkur líkleg til þess. Þótt það skilji mannfólkið frá dýrunum að við höfum oftast taumhald á frumstæðustu hvötunum þá þarf ekki að leita lengra heldur en til náttúrulífsmynda til þess að skýra sitthvað í hegðun og atferli okkar mannanna. Eitt af því áhugaverðasta í dýralífsmyndum er vitaskuld mökunarleikir dýranna. Í þeim efnum er hugvitsemi náttúrunnar stórfengleg. Algengast er að karldýrin þurfi að leggja mikið á sig til þess að ganga í augun á kvendýrunum; ýmist með því að sýna gagnslausa hæfileika sína og fegurð eða með því að sanna styrk sinn og yfirburði í slagsmálum við önnur karldýr. Kvendýrin velja en karldýrin gera sig að fífli.Að vera karlmaður…ekkert mál Sem betur fer er mannfólkið að mestu leyti siðfágaðra heldur en villt dýr í náttúrunni. Engu að síður er erfitt að þurrka algjörlega út úr hegðunarmynstri dýrategundar milljóna ára þróunarsögu. Allir strákar vilja stundum fá að líta hetjulega út í augum sinnar heittelskuðu; og þetta eldist ekki endilega af manni því allir karlmenn hafa gaman af því að skrúfa lok af sultukrukkum, bakka bílum í þröng stæði og finna út úr því í erlendum stórborgum í hvaða átt næstu H&M verslun er að finna. En staðreyndin er sú að fyrir karlmenn nútímans eru tækifærin til þess að sýna stélfjaðrirnar heldur fá og fátækleg. Og í ofanálag þá þykir margt af því sem áður þótti merkilegt við það að vera karlmaður—eins og að bera áburðarpoka, bora í vegg og skipta um dekk á vörubíl—bara alls ekki lengur vera neitt mál, og fjölmargt af því sem áður var hluti af samþykktri hegðun er nú til dags nánast álitið glæpsamlegt. Það er bæði gott og slæmt. Fjölmargar vísbendingar eru uppi um að í velmegunarríkjum Vesturlanda eigi strákar erfitt uppdráttar. Strákar eiga erfiðara í skólum, þeim gengur verr og líður verr en stúlkum. Fjölmörg samfélagsleg vandamál herja þar að auki í auknum mæli á unga karlmenn; þeir eru líklegri en stúlkur til þess að festast í tölvuleikjum, verða þunglyndir, missa starfsgetu og jafnvel sjálfan lífsviljann. Það mun meira að segja þekkjast að ungir karlmenn séu orðnir svo fráhverfir sjálfu lífinu að þeir velji frekar nettengda einveru heldur en að eignast kærustur, sem þó hefur lengstum verið yfirþyrmandi markmið unglingsdrengja.Hallærisleg aflasýning Samfélagið hefur á síðustu áratugum náð miklum árangri við að snúa við kynbundnu óréttlæti; hvort sem það er í formi ójafnra réttinda, tækifæra eða ruddaskapar og ofbeldis. Það er svo sannarlega gleðiefni að lifa á tímum þar sem þessar breytingar eru að eiga sér stað. En það er mikilvægt að líta ekki algjörlega framhjá því í allri umræðunni um hlutverk og samskipti kynjanna—að víst erum við að ýmsu leyti ólík; karlar og konur. Það er hluti af hundraða þúsunda ára þróunarsögu mannsins að karlmenn taki upp á furðulegustu hlutum til þess að ganga í augun á stelpum og alla tíð hafa samskipti kynjanna verið flókin og stundum full af misfellum og mistökum. Þannig er lífið. Það var vissulega ákaflega hallærislegt hjá mér að heimta að sýna kærustunni tvo dauða og slímuga laxa í skottinu á bílnum mínum. En undir allri siðfáguninni erum við líka lifandi verur sem þurfum stundum að hafa leyfi til þess að sinna eðlisávísun okkar, innan marka laga og velsæmis, og njóta þess að vera ólík—þótt við séum jöfn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun