Hlutur TM hækkað yfir 70 prósent í verði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 17:45 Hlutur TM í Stoðum er langsamlega stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins. Vísir/Anton Brink Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00
Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00
Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15
200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30