Veðrið verst á milli 9 og 10 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:30 Vindaspá fyrir klukkan 10 í dag. Skjáskot Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24
Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35