Þegar ríkið gefur með annarri og tekur með hinni Ásta Hlín Magnúsdóttir og Elísabet D. Sveinsdóttir og Óttar Már Kárason skrifa 20. febrúar 2018 11:39 Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun