Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 12:55 Teikning úr réttarsal í Kaupmannahöfn þar sem ljósmyndarar eru bannaðir. Peter Madsen er til vinstri á teikningunni. Vísir/EPA „Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Það sem ég ætla að segja ykkur í dag er hrottaleg saga sem ég vildi ekki segja nokkrum,“ sagði Peter Madsen í réttarsal í dag. Hann er sakaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbátnum Nautilus ágúst í fyrra.Sjá beina lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld hófust yfir honum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Hann var leiddur í vitnastúku í dómsalnum fyrir skömmu þangað sem hann gekk yfirvegaður og tilkynnti að hann neiti enn sök. „Ég vildi ekki leggja það á veröldina að upplýsa um hinn hræðilega dauðdaga Kim Wall. Sérstaklega vildi ég ekki deila því með fjölskyldu hennar,“ sagði Madsen í réttarsalnum þegar hann var spurður hvers vegna hann hefur logið ítrekað um dánarorsök Kim Wall. Neitar að hafa myrt hana Madsen hefur viðurkennt að hafa sundurlimað lík blaðakonunnar, sem var þrítug þegar hún lést, en neitar því að hafa myrt hana og segir hana hafa látist eftir að hafa fengið lúgu í höfuðið. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði og þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur siglinga. Kim hafði ætlað að gera nærmynd um Madsen og uppfinningar hans. Hann hafði smíðað fjörutíu tonna kafbát, en hann hafði hópfjármagnað þá framkvæmd árið 2008. Kim hafði mælt sér mót við Madsen og höfðu þau ráðgert að sigla saman í kafbátnum Nautilus 10. ágúst síðastliðinn en úr þeirri ferð sneri Wall aldrei. Sagðist vera í sambandi við anda Kim Við réttarhöldin kom fram að Madsen skrifaði vinkonu Kim Wall bréf í september síðastliðnum. Í bréfinu sagðist Madsen finna fyrir anda Kims og að hún væri ekki reið. „Hún sagði mér að þetta örlagaríka kvöld hefði verið það besta sem hún hefði gert,“ sagði Madsen í bréfinu. Hann sagðist hafa viljað hugga vinkonu Kim með þessu bréfi. Sagði hann vinkonu Kim hafa gefið sig út fyrir að vera miðil og að hún væri í sambandi við anda Kim Wall. Hann sagðist hafa þannig viljað lina þjáningar vinkonu Kim með bréfinu. „Ég er nokkuð viss um að hún átti mjög yndislega nótt áður en slysið varð,“ sagði Madsen. Hló að spurningu um sæði Madsen var spurður hvers vegna sæði fannst í nærbuxum sem hann var í þetta örlagaríka kvöld. Madsen hló og sagði að það væri ekki fréttnæmt að finna sæði í nærbuxum í eigu jafn fjöllynds manns og hans. Hann taldi líklegt að rekja megi það til „erótískrar google-leitar“ þann 10. ágúst, daginn sem Madsen og Wall héldu af stað um borð í kafbátnum Nautilus. Við réttarhöldin sagðist Madsen hafa farið yfir 250 ferðir með konum í kafbátnum. Hann skrifaði vinkonu sinni bréf úr fangelsinu þar sem hann hafði sagðist hafa skotið 100 rakettum upp með öðru fólki, drukkið áfengi yfir 1.200 sinnum og legið með mörgum Pernillum og Beatrice-um. Hann sagði það til marks um hve fjöllyndur hann hefði verið. Einn daginn hafi það hins vegar farið úrskeiðis og vísaði hann þar í kvöldið með Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35