Lokkum tæknifyrirtækin til Íslands Smári McCarthy skrifar 8. mars 2018 07:00 Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlutleysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrirtækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti.Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputilskipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemisákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarumhverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóðlegu samhengi. Í Bretlandi eru þúsundir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám nethlutleysis í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings.Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tæknilega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tæknifyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vottaðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrirtækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokkhólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfsumhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðningsregluverkið fyrir nýsköpunarfyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, einfalda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina.Höfundur er þingmaður Pírata
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun