Erlendir bankar og Ísland 8. mars 2018 07:00 Líkt og margir aðrir hef ég mælt fyrir því frá því löngu fyrir hrun og fyrir einkavæðingu bankanna 1998-2003 að erlendir bankar væru fengnir hingað til lands. Þess var og er þörf til að auka samkeppni á fjármálamarkaði til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki og til að stía stjórnmálamönnum og vinum þeirra frá bankarekstri svo sem brýna nauðsyn hefur borið til allar götur frá heimastjórnarárunum eftir aldamótin 1900. Einna helzt hafa kanadískir og norrænir bankar komið til álita, kanadískir bankar vegna þess að þeir hafa aldrei komizt í kröggur, jafnvel ekki í heimskreppunni 1929-1939, og norrænir bankar sem hafa siglt lygnan sjó án áfalla undangenginn aldarfjórðung. Mikinn vaxtamun á Íslandi, þ.e. háa útlánsvexti og lága innlánsvexti, má að miklu leyti rekja til fákeppni sem á engan sinn líka í nálægum löndum. Erlendir bankar starfa jafnvel í dreifðum byggðum Noregs upp eftir allri vesturströnd þess vogskorna lands. Norðmenn eignast flestir húsin sín svo að segja skuldlaus fyrir fimmtugt. Íslendingar dragast margir áfram með námslán á bakinu fram á elliár að ekki sé talað um húsnæðislán. Ísland er eina landið í Evrópu þar sem erlendir bankar eiga ekkert í innlendum bönkum og starfrækja ekki heldur útibú. Hvernig skyldi standa á þessu?Ein heiðarleg tilraun var eyðilögð, önnur var glæpsamleg, hún tókst Hefur verið reynt að laða trausta erlenda banka að íslenzkum bankarekstri? Skandinaviska Enskilda Banken, einn helzti banki Svíþjóðar, var að því kominn að kaupa þriðjungshlut í Landsbanka Íslands 1998 fyrir frumkvæði viðskiptaráðuneytisins. Þetta frumkvæði mæltist ekki vel fyrir í forsætisráðuneytinu og voru Svíarnir því sendir heim þar eð vænlegra þótti að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“, eins og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins lýsti svo eftirminnilega í bókinni Forsætisráðherrar Íslands: Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár (2004, bls. 467). Nokkru síðar var Landsbankinn keyrður í kaf og bankakerfið allt eins og það lagði sig með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks og fyrirtækja innan lands og utan. Margir bankamenn fengu fangelsisdóma, sumir langa.Málamyndakaup þýzka bankans Hauck & Aufhäuser á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands 2003 er kafli út af fyrir sig. Sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að upplýsa hvert hagnaðurinn af þeim málamyndagerningi rann. Frá hruni 2008 hefur samkeppni minnkað á bankamarkaði þar eð flestir sparisjóðirnir eru horfnir. Stóru bankarnir þrír eru ennþá allir eins. Aðrar tilraunir? Hafa aðrar tilraunir verið gerðar til að laða erlenda banka að innlendum bankarekstri? – þó ekki væri nema til að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig. Um það er engum skrifuðum heimildum til að dreifa. Eina leiðin til að komast að því er að spyrja menn sem hafa vitneskju um málið innan stjórnsýslunnar en hafa ekki hirt um að halda henni til haga handa almenningi. Sumir þessara manna fullyrða í einkasamtölum að reynt hafi verið að selja erlendum bönkum hluti í íslenzkum bönkum en enginn erlendur banki hafi sýnt því áhuga. Ekki fylgir sögunni hversu oft eða alvarlega þetta hefur verið reynt eða hversu stórir eignarhlutir erlendum bönkum stóðu til boða. Skýringarnar sem erlendir bankar eru sagðir gefa á áhugaleysi sínu eru einkum þær að þeir nenni ekki að eiga neinn hluta afkomu sinnar undir óstöðugri íslenzkri krónu og þeirri rekstraróvissu sem henni fylgir, sömu óvissu og íslenzk fyrirtæki og heimili þurfa flest að búa við. Því er bætt við að erlendu bankarnir telji nóg að þjónusta íslenzk stórfyrirtæki líkt og þeir gera nú þegar í allstórum stíl (flugvélakaup, skipakaup o.fl.) og nenni ekki að sinna heimilum og litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Loks er því stundum bætt við að erlendir bankar nenni ekki heldur að búa við spillinguna og vitleysuna sem veður uppi á Íslandi. Bagalegt er að stjórnvöld skuli ekki hafa greint opinberlega frá umræddum tilraunum til að laða erlenda banka að landinu. Hví skyldu kjósendur – vinnuveitendur stjórnvalda! – ekki fá að vita hvernig landið liggur? Hvernig á fólkið í landinu t.d. að geta myndað sér skoðun á valinu milli íslenzkrar krónu og upptöku evrunnar ef því er haldið leyndu að viðvarandi ófremd í bankamálum landsins mann fram af manni stafar m.a. af óstöðugleika krónunnar sem enginn erlendur banki vill sjá?Vantraust Bankasaga Íslands hefur verið samfelld hörmungasaga frá öndverðu. Nýju bankarnir sem reistir voru á rústum gömlu bankanna hafa ekki lært nærri nóg af hruninu eins og ráða má t.d. af ótæpilegum kaupgreiðslum til stjórnenda bankanna og miklu vantrausti almennings í garð þeirra. Ný könnun Gallups sýnir að fjórir af hverjum fimm sem spurðir eru vantreysta bankakerfinu og þrír af hverjum fjórum vantreysta Fjármálaeftirlitinu. Jafnvel Alþingi nýtur meira trausts en bankarnir og FME þótt mjótt sé á munum. Ríkissjóður seldi nýlega 13% eignarhlut sinn í Arion banka til vogunarsjóða sem voru fyrir í eigendahópnum og gengur þannig þvert gegn fyrri yfirlýsingum um nauðsyn dreifðara eignarhalds. Vogunarsjóðir eiga ekkert erindi í varfærinn bankarekstur. Fjármálaeftirlit sem fáir treysta virðist ekki líklegt til að veita vogunarsjóðunum viðnám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og margir aðrir hef ég mælt fyrir því frá því löngu fyrir hrun og fyrir einkavæðingu bankanna 1998-2003 að erlendir bankar væru fengnir hingað til lands. Þess var og er þörf til að auka samkeppni á fjármálamarkaði til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki og til að stía stjórnmálamönnum og vinum þeirra frá bankarekstri svo sem brýna nauðsyn hefur borið til allar götur frá heimastjórnarárunum eftir aldamótin 1900. Einna helzt hafa kanadískir og norrænir bankar komið til álita, kanadískir bankar vegna þess að þeir hafa aldrei komizt í kröggur, jafnvel ekki í heimskreppunni 1929-1939, og norrænir bankar sem hafa siglt lygnan sjó án áfalla undangenginn aldarfjórðung. Mikinn vaxtamun á Íslandi, þ.e. háa útlánsvexti og lága innlánsvexti, má að miklu leyti rekja til fákeppni sem á engan sinn líka í nálægum löndum. Erlendir bankar starfa jafnvel í dreifðum byggðum Noregs upp eftir allri vesturströnd þess vogskorna lands. Norðmenn eignast flestir húsin sín svo að segja skuldlaus fyrir fimmtugt. Íslendingar dragast margir áfram með námslán á bakinu fram á elliár að ekki sé talað um húsnæðislán. Ísland er eina landið í Evrópu þar sem erlendir bankar eiga ekkert í innlendum bönkum og starfrækja ekki heldur útibú. Hvernig skyldi standa á þessu?Ein heiðarleg tilraun var eyðilögð, önnur var glæpsamleg, hún tókst Hefur verið reynt að laða trausta erlenda banka að íslenzkum bankarekstri? Skandinaviska Enskilda Banken, einn helzti banki Svíþjóðar, var að því kominn að kaupa þriðjungshlut í Landsbanka Íslands 1998 fyrir frumkvæði viðskiptaráðuneytisins. Þetta frumkvæði mæltist ekki vel fyrir í forsætisráðuneytinu og voru Svíarnir því sendir heim þar eð vænlegra þótti að „Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við“, eins og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins lýsti svo eftirminnilega í bókinni Forsætisráðherrar Íslands: Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár (2004, bls. 467). Nokkru síðar var Landsbankinn keyrður í kaf og bankakerfið allt eins og það lagði sig með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks og fyrirtækja innan lands og utan. Margir bankamenn fengu fangelsisdóma, sumir langa.Málamyndakaup þýzka bankans Hauck & Aufhäuser á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands 2003 er kafli út af fyrir sig. Sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að upplýsa hvert hagnaðurinn af þeim málamyndagerningi rann. Frá hruni 2008 hefur samkeppni minnkað á bankamarkaði þar eð flestir sparisjóðirnir eru horfnir. Stóru bankarnir þrír eru ennþá allir eins. Aðrar tilraunir? Hafa aðrar tilraunir verið gerðar til að laða erlenda banka að innlendum bankarekstri? – þó ekki væri nema til að draga úr líkum þess að sagan endurtaki sig. Um það er engum skrifuðum heimildum til að dreifa. Eina leiðin til að komast að því er að spyrja menn sem hafa vitneskju um málið innan stjórnsýslunnar en hafa ekki hirt um að halda henni til haga handa almenningi. Sumir þessara manna fullyrða í einkasamtölum að reynt hafi verið að selja erlendum bönkum hluti í íslenzkum bönkum en enginn erlendur banki hafi sýnt því áhuga. Ekki fylgir sögunni hversu oft eða alvarlega þetta hefur verið reynt eða hversu stórir eignarhlutir erlendum bönkum stóðu til boða. Skýringarnar sem erlendir bankar eru sagðir gefa á áhugaleysi sínu eru einkum þær að þeir nenni ekki að eiga neinn hluta afkomu sinnar undir óstöðugri íslenzkri krónu og þeirri rekstraróvissu sem henni fylgir, sömu óvissu og íslenzk fyrirtæki og heimili þurfa flest að búa við. Því er bætt við að erlendu bankarnir telji nóg að þjónusta íslenzk stórfyrirtæki líkt og þeir gera nú þegar í allstórum stíl (flugvélakaup, skipakaup o.fl.) og nenni ekki að sinna heimilum og litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Loks er því stundum bætt við að erlendir bankar nenni ekki heldur að búa við spillinguna og vitleysuna sem veður uppi á Íslandi. Bagalegt er að stjórnvöld skuli ekki hafa greint opinberlega frá umræddum tilraunum til að laða erlenda banka að landinu. Hví skyldu kjósendur – vinnuveitendur stjórnvalda! – ekki fá að vita hvernig landið liggur? Hvernig á fólkið í landinu t.d. að geta myndað sér skoðun á valinu milli íslenzkrar krónu og upptöku evrunnar ef því er haldið leyndu að viðvarandi ófremd í bankamálum landsins mann fram af manni stafar m.a. af óstöðugleika krónunnar sem enginn erlendur banki vill sjá?Vantraust Bankasaga Íslands hefur verið samfelld hörmungasaga frá öndverðu. Nýju bankarnir sem reistir voru á rústum gömlu bankanna hafa ekki lært nærri nóg af hruninu eins og ráða má t.d. af ótæpilegum kaupgreiðslum til stjórnenda bankanna og miklu vantrausti almennings í garð þeirra. Ný könnun Gallups sýnir að fjórir af hverjum fimm sem spurðir eru vantreysta bankakerfinu og þrír af hverjum fjórum vantreysta Fjármálaeftirlitinu. Jafnvel Alþingi nýtur meira trausts en bankarnir og FME þótt mjótt sé á munum. Ríkissjóður seldi nýlega 13% eignarhlut sinn í Arion banka til vogunarsjóða sem voru fyrir í eigendahópnum og gengur þannig þvert gegn fyrri yfirlýsingum um nauðsyn dreifðara eignarhalds. Vogunarsjóðir eiga ekkert erindi í varfærinn bankarekstur. Fjármálaeftirlit sem fáir treysta virðist ekki líklegt til að veita vogunarsjóðunum viðnám.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun