Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 17:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ber fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn sinni, þar með talið dómsmálaráðherra. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist treysta öllum ráðherrum í ríkisstjórn sinni, þar með talið Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. „Nú er það svo að fyrir dómi eru tvö mál í héraðsdómi vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt. Í Landsrétti er mál sem varðar hæfi tveggja af þeim fjórum sem skipaðir voru fram hjá niðurstöðu hæfnisnefndar og í Hæstarétti er jafnframt verið að fjalla um Landsrétt þar sem verið er að kanna hvað varðar hæfi þriðja dómarans sem skipaður var fram hjá niðurstöðu hæfnisnefndar um dómara í Landsrétt,“ sagði Helga Vala á þingi í dag og spurði svo Katrínu hvort hún bæri traust til Sigríðar sem yfirmanns dómsmála hér á landi. Svar Katrínar við því var einfalt: „Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Katrín hefur áður lýst því yfir að hún hyggist ekki krefjast afsagna Sigríðar vegna Landsréttarmálsins Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að Sigríður hefði brotið gegn stjórnsýslulögum við skipan fimmtán dómara í Landsrétt.Í dag var svo greint frá bréfi umboðsmanns Alþingis til stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þar sem fram kemur að hann ætli ekki að taka til frumkvæðisathugunar embættisfærslur dómsmálaráðherra við skipan dómaranna. Telur umboðsmaður að umfjöllun dómstóla svari nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. Á vef Kjarnans kom síðan fram að þingmenn stjórnarandstöðunnar íhugi nú að leggja fram vantrausttillögu á dómsmálaráðherra. Hefur fréttastofa fengið staðfest að slíkt sé í skoðun og kemur til greina að leggja fram slíka tillögu á næstu dögum.Segir að forsætisráðherra ætti að hafa áhyggjur Helga Vala sagði að það væri áhugavert að heyra að dómsmálaráðherrann nyti trausts forsætisráðherra. Sagði Helga Vala að skýr dæmi væru um það úti í heimi hvað gerist þegar dómarar eru ekki skipaðir með réttum hætti. „Fari svo að þessi mál fari alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu erum við að horfa á mögulega næstu tvö ár þar sem verið er að rannsaka hvort dómarar við Landsrétt séu hæfir til að dæma. Ég verð að segja sem fyrrverandi lögmaður að ég hef verulegar áhyggjur af þessari stöðu af því að skaðabótaskylda íslenska ríkisins í kjölfarið getur orðið slík að ég held að forsætisráðherra ætti að hafa líka áhyggjur af þessari stöðu,“ sagði Helga Vala. Katrín kom þá upp í pontu og sagði að í fyrra svari sínu hefði það komið skýrt fram að hún teldi mjög mikilvægt að dómskerfið ljúki umfjöllun sinni um málið. Sagði forsætisráðherra að hún teldi ekki rétt að framkvæmdavaldið tjái sig um mál sem eru fyrir dómi.Telur líklegt að MDE dæmi dómarana vanhæfa Þórhildur Sunna kom næst upp í pontu. Sagði hún að ef Hæstiréttur myndi ekki dæma þá dómara vanhæfa sem skipaðir voru, en voru ekki á lista hæfisnefndar um þá fimmtán hæfustu, væri líklegt að Mannréttindadómstóll Evrópu myndi dæma þá vanhæfa. Vísaði hún svo í bréf umboðsmann Alþingis: „Umboðsmaður beinir einnig mjög athyglisverðri ábendingu til nefndarinnar, nefnilega þeirri að þó að 20. gr. laga um Stjórnarráðið, þess efnis að ráðherra beri að leita ráðgjafar hjá ráðuneyti sínu við ákvarðanatöku og að ráðuneyti sé skylt að veita slíka ráðgjöf, að það hafi verið uppfyllt af hálfu sérfræðinga ráðuneytisins, megi draga þá ályktun af dómi Hæstaréttar að ráðherra hafi ekki fylgt þessu ákvæði þar sem ráðgjöfinni er ætlað að tryggja að ráðherra fylgi réttmætisreglunni við allar ákvarðanir sínar og að þær séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og lögmætum sem taka mið af opinberum hagsmunum sem um ræðir hverju sinni. Ég spyr hæstvirtan forsætisráðherra: Hvernig hyggst hún bregðast við fyrirséðri réttaróvissu í dómskerfinu næstu árin? Ég endurtek þetta í ljósi þess að fullnægjandi niðurstaða liggur fyrir. Hyggst hæstvirtur ráðherra bregðast við þeirri augljósu niðurstöðu að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi ekki fylgt réttmætisreglunni og þar með brotið gegn 20. gr. laga um Stjórnarráðið við skipan í Landsrétt og þá hvernig?“ Katrín sagði að hún ætti eftir að kynna sér nánar það sem stendur í bréfi umboðsmanns en sagðist telja að full ástæða væri til þess að skoða það í stjórnsýslunni. „Það er annars vegar sem þar eru um þá ráðgjöf sem ráðherra leitar sér og hins vegar það ferli sem fer í gang við þá stigagjöf sem umboðsmaður boðar að tekin verði upp í frumkvæðisathugun.“ Þá ítrekaði Katrín að henni þætti mikilvægt að dómskerfið fengi að ljúka sinni umfjöllun um málið.„Er ekki rétt að réttlætinu sé fullnægt núna?“ Þórhildur sagði þá að réttaróvissa væri fyrirséð, burtséð frá dómum Hæstaréttar. Fyrirséð væri að efasemdir væri uppi um hæfi dómara við Landsrétt og spurði Þórhildur ráðherrann hvernig hún ætlaði að bregðast við því, burtséð frá niðurstöðum Hæstaréttar. „Mig langar að minna hæstvirtan ráðherra á orð sem hún lét falla fyrir ekki svo löngu í umræðum um stefnuræðu: „Kæru landsmenn. Ranglæti, hvar sem það finnst í samfélaginu, er ógn við réttlætið. Þess vegna megum við aldrei slaka á í baráttu okkar fyrir réttlátu samfélagi. Að bíða með réttlætið jafngildir því að neita fólki um réttlætið — eins og Martin Luther King orðaði það í frægu bréfi.“ Ég spyr ráðherra: Er ástæða til þess að bíða? Er ekki rétt að réttlætinu sé fullnægt núna?“ spurði Þórhildur. Ítrekaði Katrín það sem hún hafði áður sagt nokkrum sinnum í fyrirspurnatímanum: „Mér finnst mjög mikilvægt að dómsvaldið fái að ljúka verki sínu og að framkvæmdarvaldið grípi ekki inn í störf dómsvaldsins. Í fyrri málum höfum við dæmi um að Hæstiréttur hafi vísað frá kröfu um ógildingu á skipan Landsréttardómara sem liggur fyrir í fyrri dómi Hæstaréttar í málinu. Ég get hins vegar ekkert spáð fyrir um hvaða niðurstöðu Hæstiréttur kemst að. Ég vil bara ítreka það sem ég hef áður sagt; dómsvaldið verður að fá að ljúka því verki sem við höfum ætlað því. Þannig liggur málið hreinlega í þessu tilfelli.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist treysta öllum ráðherrum í ríkisstjórn sinni, þar með talið Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. „Nú er það svo að fyrir dómi eru tvö mál í héraðsdómi vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt. Í Landsrétti er mál sem varðar hæfi tveggja af þeim fjórum sem skipaðir voru fram hjá niðurstöðu hæfnisnefndar og í Hæstarétti er jafnframt verið að fjalla um Landsrétt þar sem verið er að kanna hvað varðar hæfi þriðja dómarans sem skipaður var fram hjá niðurstöðu hæfnisnefndar um dómara í Landsrétt,“ sagði Helga Vala á þingi í dag og spurði svo Katrínu hvort hún bæri traust til Sigríðar sem yfirmanns dómsmála hér á landi. Svar Katrínar við því var einfalt: „Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Katrín hefur áður lýst því yfir að hún hyggist ekki krefjast afsagna Sigríðar vegna Landsréttarmálsins Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að Sigríður hefði brotið gegn stjórnsýslulögum við skipan fimmtán dómara í Landsrétt.Í dag var svo greint frá bréfi umboðsmanns Alþingis til stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þar sem fram kemur að hann ætli ekki að taka til frumkvæðisathugunar embættisfærslur dómsmálaráðherra við skipan dómaranna. Telur umboðsmaður að umfjöllun dómstóla svari nægilega vangaveltum um undirbúning og ákvarðanir ráðherrans í málinu. Á vef Kjarnans kom síðan fram að þingmenn stjórnarandstöðunnar íhugi nú að leggja fram vantrausttillögu á dómsmálaráðherra. Hefur fréttastofa fengið staðfest að slíkt sé í skoðun og kemur til greina að leggja fram slíka tillögu á næstu dögum.Segir að forsætisráðherra ætti að hafa áhyggjur Helga Vala sagði að það væri áhugavert að heyra að dómsmálaráðherrann nyti trausts forsætisráðherra. Sagði Helga Vala að skýr dæmi væru um það úti í heimi hvað gerist þegar dómarar eru ekki skipaðir með réttum hætti. „Fari svo að þessi mál fari alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu erum við að horfa á mögulega næstu tvö ár þar sem verið er að rannsaka hvort dómarar við Landsrétt séu hæfir til að dæma. Ég verð að segja sem fyrrverandi lögmaður að ég hef verulegar áhyggjur af þessari stöðu af því að skaðabótaskylda íslenska ríkisins í kjölfarið getur orðið slík að ég held að forsætisráðherra ætti að hafa líka áhyggjur af þessari stöðu,“ sagði Helga Vala. Katrín kom þá upp í pontu og sagði að í fyrra svari sínu hefði það komið skýrt fram að hún teldi mjög mikilvægt að dómskerfið ljúki umfjöllun sinni um málið. Sagði forsætisráðherra að hún teldi ekki rétt að framkvæmdavaldið tjái sig um mál sem eru fyrir dómi.Telur líklegt að MDE dæmi dómarana vanhæfa Þórhildur Sunna kom næst upp í pontu. Sagði hún að ef Hæstiréttur myndi ekki dæma þá dómara vanhæfa sem skipaðir voru, en voru ekki á lista hæfisnefndar um þá fimmtán hæfustu, væri líklegt að Mannréttindadómstóll Evrópu myndi dæma þá vanhæfa. Vísaði hún svo í bréf umboðsmann Alþingis: „Umboðsmaður beinir einnig mjög athyglisverðri ábendingu til nefndarinnar, nefnilega þeirri að þó að 20. gr. laga um Stjórnarráðið, þess efnis að ráðherra beri að leita ráðgjafar hjá ráðuneyti sínu við ákvarðanatöku og að ráðuneyti sé skylt að veita slíka ráðgjöf, að það hafi verið uppfyllt af hálfu sérfræðinga ráðuneytisins, megi draga þá ályktun af dómi Hæstaréttar að ráðherra hafi ekki fylgt þessu ákvæði þar sem ráðgjöfinni er ætlað að tryggja að ráðherra fylgi réttmætisreglunni við allar ákvarðanir sínar og að þær séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og lögmætum sem taka mið af opinberum hagsmunum sem um ræðir hverju sinni. Ég spyr hæstvirtan forsætisráðherra: Hvernig hyggst hún bregðast við fyrirséðri réttaróvissu í dómskerfinu næstu árin? Ég endurtek þetta í ljósi þess að fullnægjandi niðurstaða liggur fyrir. Hyggst hæstvirtur ráðherra bregðast við þeirri augljósu niðurstöðu að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi ekki fylgt réttmætisreglunni og þar með brotið gegn 20. gr. laga um Stjórnarráðið við skipan í Landsrétt og þá hvernig?“ Katrín sagði að hún ætti eftir að kynna sér nánar það sem stendur í bréfi umboðsmanns en sagðist telja að full ástæða væri til þess að skoða það í stjórnsýslunni. „Það er annars vegar sem þar eru um þá ráðgjöf sem ráðherra leitar sér og hins vegar það ferli sem fer í gang við þá stigagjöf sem umboðsmaður boðar að tekin verði upp í frumkvæðisathugun.“ Þá ítrekaði Katrín að henni þætti mikilvægt að dómskerfið fengi að ljúka sinni umfjöllun um málið.„Er ekki rétt að réttlætinu sé fullnægt núna?“ Þórhildur sagði þá að réttaróvissa væri fyrirséð, burtséð frá dómum Hæstaréttar. Fyrirséð væri að efasemdir væri uppi um hæfi dómara við Landsrétt og spurði Þórhildur ráðherrann hvernig hún ætlaði að bregðast við því, burtséð frá niðurstöðum Hæstaréttar. „Mig langar að minna hæstvirtan ráðherra á orð sem hún lét falla fyrir ekki svo löngu í umræðum um stefnuræðu: „Kæru landsmenn. Ranglæti, hvar sem það finnst í samfélaginu, er ógn við réttlætið. Þess vegna megum við aldrei slaka á í baráttu okkar fyrir réttlátu samfélagi. Að bíða með réttlætið jafngildir því að neita fólki um réttlætið — eins og Martin Luther King orðaði það í frægu bréfi.“ Ég spyr ráðherra: Er ástæða til þess að bíða? Er ekki rétt að réttlætinu sé fullnægt núna?“ spurði Þórhildur. Ítrekaði Katrín það sem hún hafði áður sagt nokkrum sinnum í fyrirspurnatímanum: „Mér finnst mjög mikilvægt að dómsvaldið fái að ljúka verki sínu og að framkvæmdarvaldið grípi ekki inn í störf dómsvaldsins. Í fyrri málum höfum við dæmi um að Hæstiréttur hafi vísað frá kröfu um ógildingu á skipan Landsréttardómara sem liggur fyrir í fyrri dómi Hæstaréttar í málinu. Ég get hins vegar ekkert spáð fyrir um hvaða niðurstöðu Hæstiréttur kemst að. Ég vil bara ítreka það sem ég hef áður sagt; dómsvaldið verður að fá að ljúka því verki sem við höfum ætlað því. Þannig liggur málið hreinlega í þessu tilfelli.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30