Hús rýmd vegna snjóflóðahættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:14 Frá Seyðisfirði, þegar viðraði aðeins betur. Andrea Harris Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira