Segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. mars 2018 22:30 Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Skjáskot/Stöð 2 Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna. Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46