Þjóðarskömm Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun