Páll gefur laun fyrir nýjan útvarpsþátt til Hugarafls Sylvía Hall skrifar 29. mars 2018 13:16 Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100. Vísir/GVA/Anton Brink Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn. Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn.
Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira