Hreyfa sig úti allt árið: „Það skiptir engu máli í hvaða formi þú ert“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2018 18:28 November Project hópar hittast í 45 borgum víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Mynd/November Project Klukkan 6:29 á miðvikudögum og föstudögum hittist hress hópur og hreyfir sig saman utandyra í Reykjavík. Bæði byrjendur og lengra komnir taka þátt í æfingunum og er æft hvernig sem veðrið er, þó mætingin sé misjöfn eftir veðrinu. „Þetta er hópur sem kallast November Project og kemur hugmyndin frá Bandaríkjunum. Þetta byrjaði sem áskorun tveggja vina sem höfðu ekkert betra að gera í nóvember en að hreyfa sig á hverjum degi, fara út að hreyfa sig. Það eru orðin sex ár síðan og núna er þetta komið í 45 borgir,“ segir Ketill Helgason einn stjórnanda hópsins. Reykjavík er ein þessara 45 borga og fór þetta fyrst af stað hér á landi fyrir þremur árum. Hópurinn hér á landi hittist tvisvar í viku, snemma á morgnana. Á bilinu 20 til 30 einstaklingar mæta á hverja æfingu, líka í rigningu, roki, stormi og snjó. „Við höfum ekki misst úr einn dag, við höfum verið úti allan veturinn öll árin.“Mynd/November ProjectNota það sem borgin býður upp á Hver æfing er um það bil 40 mínútur og stundum bætir hópurinn við aukaæfingu á mánudagsmorgnum. Æfingarnar eru fjölbreyttar og þátttakendur klæða sig eftir veðri. „Við gerum ýmislegt sem borgin hefur upp á að bjóða. Við hlaupum og svo tökum við alls konar styrktaræfingar og notum það sem er í kringum okkur. Við höfum tröppur og alls konar palla í borginni, þetta er bara svona „fitness.“ Við höfum verið fyrir framan Háskóla Íslands á svæðinu þar fyrir framan og síðan höfum við líka verið hjá Hallgrímskirkju.“ Þá hleypur hópurinn fyrst í miðbænum og gerir svo æfingar við kirkjuna. Áhugasamir geta séð nánari upplýsingar á Facebook síðu hópsins en óþarfi er að skrá sig fyrir fram. „Þetta er gjörsamlega fyrir alla. Það skiptir engu máli í hvaða formi þú ert. Við gerum þannig æfingar að þeir sem eru í lélegu formi eða að hreyfa sig í fyrsta sinn, þeir gera bara eins mikið og þeir geta. Þeir sem að eru í góðu formi gera bara meira og oftar. Það fá allir jafn mikið út úr æfingunum.“Mynd/November ProjectÞarf ekki að kosta til að vera flott Ketill segir að hægt sé að ná töluverðum árangri með því að mæta á æfingarnar þó að þar séu ekki notuð tæki eða lóð. Það kostar ekkert að æfa með hópnum og fólk þarf ekki að eiga neinn búnað nema fatnað og skó. „Við viljum bara að fólk viti af okkur. Okkur finnst þessi mýta í samfélaginu að allt þurfi að kosta eitthvað til að vera flott. Ég hef átt þessar samræður við svo marga þegar fólk er að tala um að fara að byrja eða að það verði að fara að gera eitthvað. Þá er þetta bara ótrúlega einfalt, þú þarft bara að mæta. Þú byrjar bara. Fyrsta skrefið er alltaf bara að mæta. Svo snýst þetta bara um að vera jákvætt og í skemmtilegu umhverfi.“ Hann bætir við að flestum líði mjög vel eftir að hreyfa sig úti í vondu veðri. „Maður vaknar og það er skítaveður og maður hugsar „nei ég nenni þessu ekki“ og fer svo að klæða sig í húfu og vettlinga og fullt af fötum. Svo bara þegar maður er byrjaður að sprikla þá er manni alltaf of heitt, það bregst ekki. Þegar maður er kominn á staðinn og sér að það eru aðrir mættir líka, þú ert ekki eina persónan að hlaupa um, þá verður allt svo miklu betra.“ Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Klukkan 6:29 á miðvikudögum og föstudögum hittist hress hópur og hreyfir sig saman utandyra í Reykjavík. Bæði byrjendur og lengra komnir taka þátt í æfingunum og er æft hvernig sem veðrið er, þó mætingin sé misjöfn eftir veðrinu. „Þetta er hópur sem kallast November Project og kemur hugmyndin frá Bandaríkjunum. Þetta byrjaði sem áskorun tveggja vina sem höfðu ekkert betra að gera í nóvember en að hreyfa sig á hverjum degi, fara út að hreyfa sig. Það eru orðin sex ár síðan og núna er þetta komið í 45 borgir,“ segir Ketill Helgason einn stjórnanda hópsins. Reykjavík er ein þessara 45 borga og fór þetta fyrst af stað hér á landi fyrir þremur árum. Hópurinn hér á landi hittist tvisvar í viku, snemma á morgnana. Á bilinu 20 til 30 einstaklingar mæta á hverja æfingu, líka í rigningu, roki, stormi og snjó. „Við höfum ekki misst úr einn dag, við höfum verið úti allan veturinn öll árin.“Mynd/November ProjectNota það sem borgin býður upp á Hver æfing er um það bil 40 mínútur og stundum bætir hópurinn við aukaæfingu á mánudagsmorgnum. Æfingarnar eru fjölbreyttar og þátttakendur klæða sig eftir veðri. „Við gerum ýmislegt sem borgin hefur upp á að bjóða. Við hlaupum og svo tökum við alls konar styrktaræfingar og notum það sem er í kringum okkur. Við höfum tröppur og alls konar palla í borginni, þetta er bara svona „fitness.“ Við höfum verið fyrir framan Háskóla Íslands á svæðinu þar fyrir framan og síðan höfum við líka verið hjá Hallgrímskirkju.“ Þá hleypur hópurinn fyrst í miðbænum og gerir svo æfingar við kirkjuna. Áhugasamir geta séð nánari upplýsingar á Facebook síðu hópsins en óþarfi er að skrá sig fyrir fram. „Þetta er gjörsamlega fyrir alla. Það skiptir engu máli í hvaða formi þú ert. Við gerum þannig æfingar að þeir sem eru í lélegu formi eða að hreyfa sig í fyrsta sinn, þeir gera bara eins mikið og þeir geta. Þeir sem að eru í góðu formi gera bara meira og oftar. Það fá allir jafn mikið út úr æfingunum.“Mynd/November ProjectÞarf ekki að kosta til að vera flott Ketill segir að hægt sé að ná töluverðum árangri með því að mæta á æfingarnar þó að þar séu ekki notuð tæki eða lóð. Það kostar ekkert að æfa með hópnum og fólk þarf ekki að eiga neinn búnað nema fatnað og skó. „Við viljum bara að fólk viti af okkur. Okkur finnst þessi mýta í samfélaginu að allt þurfi að kosta eitthvað til að vera flott. Ég hef átt þessar samræður við svo marga þegar fólk er að tala um að fara að byrja eða að það verði að fara að gera eitthvað. Þá er þetta bara ótrúlega einfalt, þú þarft bara að mæta. Þú byrjar bara. Fyrsta skrefið er alltaf bara að mæta. Svo snýst þetta bara um að vera jákvætt og í skemmtilegu umhverfi.“ Hann bætir við að flestum líði mjög vel eftir að hreyfa sig úti í vondu veðri. „Maður vaknar og það er skítaveður og maður hugsar „nei ég nenni þessu ekki“ og fer svo að klæða sig í húfu og vettlinga og fullt af fötum. Svo bara þegar maður er byrjaður að sprikla þá er manni alltaf of heitt, það bregst ekki. Þegar maður er kominn á staðinn og sér að það eru aðrir mættir líka, þú ert ekki eina persónan að hlaupa um, þá verður allt svo miklu betra.“
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira