Fordæmi Hawkings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. mars 2018 07:00 „Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
„Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun