Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2018 20:15 Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34
Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22
Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00