Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 16:35 Búist er við því að niðurstaða úr efnagreiningu OPCW á taugaeitrinu liggi fyrir í næstu viku. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Bresk stjórnvöld lýsa tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn á taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi „öfugsnúna“. Ekki sé hægt að ætlast til þess að fórnarlamb árásar vinni með þeim sem stóð líklega að henni. Þetta sagði John Foggo, starfandi fulltrúi Bretlands við Efnavopnastofnunina í Haag (OPCW). Bresk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að taugaeitursárás á Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað því á bug og krefjast sameiginlegrar rannsóknar á vettvangi OPCW, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foggo sagði að bresk stjórnvöld byggðu ályktun sína um ábyrgð Rússa á tegund taugeitursins sem var notað, þá staðreynd að Rússar hafi framleitt það, sögu pólitískra morða á vegum rússneskra stjórnvalda og á því mati að rússnesk stjórnvöld hafi gert liðhlaupa að skotmarki morðtilræða. Rannsóknarstofa breska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að ekki væri hægt að greina nákvæman uppruna Novichok,-taugaeitursins sem var notað til að eitra fyrir Skrípalfeðginunum. Líkur væru hins vegar á því að þjóðríki hafi verið að verki. Rússar hafa notað þessa niðurstöðu til að grafa undan ásökunum Breta. Evrópusambandið lýsti engu að síður yfir áframhaldandi samstöðu með niðurstöðum Breta. Ólíklegt að 41 aðildarríki OPCW fallist á tillögu Rússa um sameiginlega rannsókn. Foggo segir jafnframt að Rússum hafi orðið margsaga um árásina og að þeir hafi gefið út yfirlýsingar sem ganga hver gegn annarri. Þar á meðal hafi verið „fáránlegar“ fullyrðingar að Svíar, Bandaríkjamenn eða jafnvel Bretar sjálfir hafi eitrað fyrir Skrípal.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28