Að virkja lýðræðið! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. apríl 2018 14:30 Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun