Opið bréf til Lífar og Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 17. apríl 2018 16:54 Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru félagar í borgarstjórn. Undanfarið hafið þið baðað ykkur í fréttum, með stöðugum myndatökum, þar sem Dagur fer fyrir kynningum á „afrekum“ núverandi meirihluta í úthlutun lóða til Hrafnistu ,við Sléttuveg, og Félags eldri borgara í Syðri-Mjódd undir þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Þið gefið til kynna að þessar úthlutanir séu mikið afrek meirihlutans og sýnið einlægan áhuga ykkar á málefnum eldri borgara. Hver maður sér í gegnum þetta sjónarspil ykkar. Þegar málið er athugað betur kemur í ljós að áhugi ykkar á málefnum eldri borgara hefur ávallt verið í lágmarki. Þess skal geta að rekja má áhugaleysið frá valdatíma R-listans, en þú Dagur varst nú partur af honum. Þannig er að frá þeim tíma hefur ríkt nær algjör stöðnun í málefnum eldri borgara og nánast engar íbúðir eða þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara byggðar í þinni tíð.Hækka leiguna á eldri borgara í Seljahlíð um helming Mig langar að upplýsa ykkur um að það var að frumkvæði meirihlutans 2006 og 2007 sem grunnur var lagður að lóðum fyrir íbúðir aldraðra og hjúkrunarheimili við Sléttuveg, lóð fyrir 50 íbúðir til Félags eldri borgara í S-Mjódd og lóð fyrir 50 íbúðir við þjónustumiðstöðina í Gerðubergi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um þau mál á þeim tíma. Nýjasta dæmið er hvernig þið komið fram við íbúa í Seljahlíð en þar hækkar leigan nú um helming á næstu mánuðum, úr 59.837 kr. í 109.00 kr. fyrir rúmlega 50 fermetra íbúð. Ég ræddi þar við íbúa sem á varla til hnífs og skeiðar og bað mig persónulega um að koma sjónarmiðum íbúa á framfæri og leggja þeim lið í baráttu þeirra fyrir því að þessi hækkun verði afturkölluð.Kallar Eyþór Arnalds lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara Þannig hafið þið lítið gert Dagur B. Eggertsson og Líf Magneudóttir til að bæta stöðu eldri borgara. Þá kemur viðhorf þitt Líf skýrt í ljós í máli þínu þegar þú kallar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, lýðskrumara fyrir það eitt að vilja lækka álögur á eldri borgara með því fella niður fasteignaskatta fyrir 70 ára og eldri. Ekki er hægt að skilja annað en að þú Líf Magneudóttir hafir lítinn áhuga á því að bæta kjör eldri borgara. Eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur komið svo vel inn á þá snýst þetta mál um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Ykkur til upplýsingar þá bera sveitarfélögin, reyndar umtalsverða ábyrgð á málefnum aldraðra og lögin leggja sveitarfélögum á herðar ákveðnar skyldur í húsnæðismálum eldri borgara. Þá verður að segjast eins og er Líf Magneudóttir að þú og þínir félagar í borgarstjórn eru ósamkvæmir sjálfum ykkur. Í þessu sambandi nægir að nefna dóm sem féll í Hæstarétti Íslands. Þar var borginni gert að greiða öryrkjum sérstakar húsaleigubætur en borgin hefur hingað til virt þann dóm að vettugi. Ef þetta er ekki hræsni hvað er það þá? Á meðan þú Líf og Dagur hafið verið við völd hafa álögur aukist mjög á eldri borgara með lóðaskortsstefnu ykkar sem hefur leitt til hærra íbúðaverðs og leiguverðs. Það leiðir síðan til hærri fasteignaskatta m.a. á þá sem minnst mega við, 70 ára og eldri. Þessi hópur hefur ekki tækifæri til að auka tekjur sínar, þvert á móti lækkar sá hópur í tekjum og þannig má hann ekki við auknum álögum. Kærar kveðjur, Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun