Nýtt 72 herbergja hótel kom með skipi til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2018 22:35 Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Nýtt 72 herbergja hótel sem er nú verið að reisa í Vík í Mýrdal kom í tveimur ferðum með skipi til landsins frá Noregi. Aðeins tekur fimm mánuði að reisa hótelið. Vörubílar með löngum vögnum höfðu það hlutverk að flytja einingarnar frá bryggjunni í Þorlákshöfn til Víkur. Í Vík er einingunum raðað saman eins og kubbum og útkoman verður Hótel Kría með rúmlega sjötíu, tuttugu og fimm fermetra herbergjum. Það er Pro-Ark teiknistofa á Selfoss sem er aðalhönnuður og sér um verkefnastjórnun við uppbyggingu nýja hótelsins. „Þetta er glæsilegt hótel, 72 herbergja og fullkomið af fullkomnustu gerð. Við höfum reynt þennan byggingarmála tvisvar áður á Íslandi. Hótelið kemur frá Moelven í Noregi, hefur reynst vel, er hagkvæmt og gerlegt á svona brjálæðislega stuttum byggingartíma,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, verkefnisstjóri hjá Pro-Ark. Hótel Kría í Vík er staðsett við þjóðveg númer eitt í gegnum þorpið í Vík.Mynd/Pro-Ark teiknistofaEiríkur Vignir segir að einingar sem þessar séu mjög hagkvæmar og öruggar, ekki síst í íslensku veðurfari enda hafa þær fengið íslenska vottun. Hótelið er við þjóðveg eitt í gegnum Vík. En reiknar Eiríkur Vignir að farið verði út í fleiri ný hótel á þessum nótum gangi vel með hótelið í Vík ? „Já, það liggur nú fyrir hugmynd þess efnis, þetta er verkefni sem gerist mjög hratt og er ofsalega skemmtilegur byggingarmáti“. Það er ekki bara í Vík í Mýrdal sem það er verið að reisa hótel úr einingum frá Noregi því það stendur til að fara víðar um landið. „Já, það er mikill áhugi hjá aðilum hér á landi að byggja upp fjölbýlishús á sama hátt enda vitum við öll að það er vöntun á því“, segir Eiríkur Páll. Eigendur og rekstraraðilar nýja hótelsins eru athafnamennirnir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson, allt reyndir menn í hótelrekstri og ferðaþjónustu. Kostnaður við nýja hótelið verður á annan milljarð króna. Starfsmenn hótelsins verða um 40 og verður það opnað formlega 1. júlí í sumar
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira