Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 22:11 Rósa Björk eftir fundinn í Alþingishúsinu í kvöld. Hún sagði fundinn hafa verið upplýsandi og nauðsynlegan. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25