Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 23:07 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. vísir/getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð. Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð.
Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35
Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30