Stefna á lokun í Reykjadal fram í miðjan maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 11:56 Úr Reykjadal í fyrradag. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til að lokað verði fyrir aðgang ferðamanna að Reykjadal næstu fjórar vikurnar. Göngustígnum í Reykjadal var lokað þann 31. mars vegna aurbleytu. Bæði liggja stígurinn og næsta umhverfi undir skemmdum. Hefur starfsmaður Umhverfisstofnunar vaktað upphaf gönguleiðarinnar síðan og vísað fólki frá. Mikill fjöldi ferðamanna fer í Reykjadal á degi hverjum en um þriggja kílómetra ganga er frá bílastæðinu við Hveragerði og upp að baðstaðnum við ána í Reykjadal.Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að úttekt hafi verið gerð á göngustígnum í gær. Rigning var á svæðinu þegar úttektin fór fram og svæðið mjög blautt. Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæði ekki að komast í burtu. „Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans,“ segir í skýrslu sem Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun skrifar undir. Í skýrslunni kemur fram að í kjölfar lokunar svæðisins þann 31. mars hafi landeigandin, Landbúnaðarháskóli Íslands, farið í framkvæmdir á svæðinu á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Skv. verklýsingu verktaka hafi stígurinn verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. 2000 mottueiningar voru lagðar í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á lokuninni. Frestur til að skila þeim rennur út á hádegi í dag, klukkan tólf.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira