Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Formaður SFS segir kerfið óhagfellt útgerðinni. Frá 2010 til 2016 tók ríkið til sín um fimmtung umframhagnaðar í sjávarútvegi í gegnum auðlindarentu. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hin 80 prósent auðlindarentunnar hafa skipst á milli núverandi eigenda útgerðarfyrirtækjanna og þeirra sem hafa selt kvótann frá sér. Stefán hefur unnið að rannsóknum á sviði fjármála um árabil. Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004 og komu þá í stað fyrri gjalda sem höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld voru í upphafi lág en hækkuðu verulega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun og hafa hækkað áfram ef frá er talið árið 2015 . Tilgangur veiðigjalda er að skattleggja rentuna og greiða kostnað við stjórnun auðlindarinnar. Auðlindarenta er sá umframhagnaður er kemur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu alls samfélagsins. „Í öðrum atvinnugreinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Núverandi aðilar á markaði stækka við sig. Aukin samkeppni leiðir síðan til þess að umframhagnaður hverfur,“ segir Stefán.Til að meta rentuna notaði Stefán tvær aðferðir. Önnur byggði á áætluðum kostnaði við fjármagn, bæði eigið og lánsfé, en sú seinni byggði á mun á arðsemi fjármagns hjá íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum. Stefán reiknaði út nánast sömu auðlindarentu með báðum aðferðunum sem styrkir niðurstöðu hans talsvert. Engin auðlindarenta varð til í greininni fyrr en eftir hrun vegna þess að afli dróst saman allt frá 1990 og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu í rekstri eftir því. Hins vegar gerist það eftir hrun að afli eykst hratt án þess að fjöldi starfa aukist samhliða því. Einnig veiktist gengi krónunnar gríðarlega á þessum tíma sem jók á hagnað útgerðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa oft gagnrýnt hvernig auðlindagjaldið er upp sett og að margar minni útgerðir eigi afar erfitt með að greiða af veiðigjöldin. „Eins og staðan er núna eru veiðigjöld of há þar sem við erum að greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu 2016. Íslenska krónan stendur gríðarlega sterkt og við hjá SFS finnum fyrir því að þetta sligi margar útgerðir,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS. „Útgerðin hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og við erum stolt af því. Hins vegar er erfitt að greiða auðlindagjald tveimur árum eftir að fiskveiðiári lýkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00 Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Frá 2010 til 2016 tók ríkið til sín um fimmtung umframhagnaðar í sjávarútvegi í gegnum auðlindarentu. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hin 80 prósent auðlindarentunnar hafa skipst á milli núverandi eigenda útgerðarfyrirtækjanna og þeirra sem hafa selt kvótann frá sér. Stefán hefur unnið að rannsóknum á sviði fjármála um árabil. Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004 og komu þá í stað fyrri gjalda sem höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld voru í upphafi lág en hækkuðu verulega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun og hafa hækkað áfram ef frá er talið árið 2015 . Tilgangur veiðigjalda er að skattleggja rentuna og greiða kostnað við stjórnun auðlindarinnar. Auðlindarenta er sá umframhagnaður er kemur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu alls samfélagsins. „Í öðrum atvinnugreinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Núverandi aðilar á markaði stækka við sig. Aukin samkeppni leiðir síðan til þess að umframhagnaður hverfur,“ segir Stefán.Til að meta rentuna notaði Stefán tvær aðferðir. Önnur byggði á áætluðum kostnaði við fjármagn, bæði eigið og lánsfé, en sú seinni byggði á mun á arðsemi fjármagns hjá íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum. Stefán reiknaði út nánast sömu auðlindarentu með báðum aðferðunum sem styrkir niðurstöðu hans talsvert. Engin auðlindarenta varð til í greininni fyrr en eftir hrun vegna þess að afli dróst saman allt frá 1990 og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu í rekstri eftir því. Hins vegar gerist það eftir hrun að afli eykst hratt án þess að fjöldi starfa aukist samhliða því. Einnig veiktist gengi krónunnar gríðarlega á þessum tíma sem jók á hagnað útgerðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa oft gagnrýnt hvernig auðlindagjaldið er upp sett og að margar minni útgerðir eigi afar erfitt með að greiða af veiðigjöldin. „Eins og staðan er núna eru veiðigjöld of há þar sem við erum að greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu 2016. Íslenska krónan stendur gríðarlega sterkt og við hjá SFS finnum fyrir því að þetta sligi margar útgerðir,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS. „Útgerðin hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og við erum stolt af því. Hins vegar er erfitt að greiða auðlindagjald tveimur árum eftir að fiskveiðiári lýkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00 Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00
Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45
Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00