Vaknaði við mikinn dynk og sá bílinn klesstan uppi á staur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 15:30 Ekið var vinstra megin framan á bílinn og færðist hann við úr stæðinu og upp á þennan staur. Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49