Einn mesti tuddinn í deildinni sér nú um öryggi leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 George Parros lenti í mörgum slagsmálum inn á vellinum á ferlinum. Vísir/Getty Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann. Aðrar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann.
Aðrar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira