RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2018 14:00 Páll Magnússon krefst skýringa en hann telur fráleitt að RÚV reyni að kaupa sig frá hugsanlega röngum fréttaflutningi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kveðið upp úrskurð (sjá neðst í fylgiskjali) þess efnis að Ríkisútvarpinu ohf beri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson. Samkomulagið má sjá í heild sinni hér neðar. Eins og Vísir upplýsti um í september í fyrra féllst RÚV á að greiða Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna í kjölfar þess að ríkismiðillinn fjallaði um mál honum tengd en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Guðmundar hafði þá höfðað mál á hendur stofnuninni af því tilefni. Bótagreiðslan viðurkenning á rangstöðu Samkomulagið snýst í grófum dráttum um það að Guðmundur Spartakus félli frá málsókn en RÚV þyrfti ekki að draga fréttir sínar til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Erfitt er þó að fá annað út en að með bótagreiðslum felist viðurkenning á einmitt því; að fjölmiðillinn hafi verið rangstæður. Málið er athyglisvert að ýmsu leyti en grundvallarspurningin í því hlýtur þó að vera sú hvort fjölmiðill sem ríkið rekur sé í þeirri stöðu að geta samið um réttmæti eða sannleiksgildi frétta sinna? Annað hvort er fréttin rétt/réttmæt eða ekki. Slíkt getur ekki verið umsemjanlegt og alls ekki þegar um er að ræða ríkisrekinn fjölmiðil sem hlýtur að lúta ströngum faglegum reglum, á því er tilverugrundvöllurinn reistur. Menntamálaráðherra gert að útskýra málið Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hann segir vel koma til greina að þetta mál verði tekið til umfjöllunar á þeim vettvangi. Við fyrstu sýn virðist Ríkisútvarpið vera að kaupa sig frá því að leiðrétta ranga frétt. Segir Páll. „Ef sú er raunin hlýtur stjórn Ríkisútvarpsins, eða eftir atvikum menntamálaráðherra, að krefja útvarpsstjóra skýringa á því.“ Páll Magnússon segir að ef engin viðbrögð verða við þessu sé líklegt að Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra verði kölluð fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og hún krafin skýringa.visir/gva En, kemur til greina að taka þetta til umfjöllunar á vettvangi nefndarinnar, en undir hana heyra málefni RÚV? „Það er ekki útilokað, en ræðst af viðbrögðum stjórnar stofnunarinnar eða menntamálaráðherra,“ segir Páll en ljóst má vera að honum þykir framganga Ríkisútvarpsins ámælisverð í þessu máli. Þetta þýðir þá að ef engin viðbrögð við þessu máli verða þá frá stjórn RÚV, útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni, sem ber ritstjórnarlega ábyrgð gagnvart eigandanum en eina hlutabréfið í RÚV ohf er í skúffu menntamálaráðuneytisins eða ráðherra, gæti farið svo að Lilju D. Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra verði gert að útskýra og þá rökstyðja fyrir þingnefndinni hvernig þetta megi teljast í lagi? Rökstuðningur Vísis fyrir því að fá samkomulagið fram Úrskurðarnefnd telur að málið varði meðferð á opinberu fé og féllst í megindráttum á röksemdir Vísis fyrir því að óverjandi væri að samkomulagið liggi ekki fyrir. Þau rök voru sett fram eftir andmæli RÚV, Margrétar Magnúsdóttur skrifstofustjóra, ítrekun á kæru, til undirstrikunar réttmæti hennar: „Kæran byggir á því grundvallarsjónarmiði að fjölmiðlar gæti gagnsæis í sínum fréttaflutningi. Þetta á ekki síst við um ríkisrekinn fjölmiðil en tilveruréttur slíks reksturs hlýtur að vera sá að þar séu fagleg sjónarmið höfð í fyrirrúmi. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins er Rakel Þorbergsdóttir en sá sem helst fjallaði um mál Guðmundar Spartakusar á vettvangi RÚV var Jóhann Hlíðar Harðarson. Þetta snýr með beinum hætti að almannahagsmunum. Það getur ekki verið samningsatriði hvort fréttaflutningur er réttur eða rangur. Ef frétt er röng eða vafasöm í einhverjum atriðum á almenningur rétt á því að vita það. Og þá á sá fjölmiðill engan annan kost en þann að draga fréttina til baka, og/eða leiðrétta og biðjast velvirðingar. Ef fréttastofa sér ekkert athugavert við vinnubrögð sín, úrvinnslu og svo frétt – þá hlýtur hún að standa við frétt sína. Fyrirspurnin um eðli samkomulagsins snýr að þessu. Og skiptir þá engu þó fengist hafi upplýsingar um fjárhæð miskabóta sem RUV greiddi. Þær upplýsingar áttu að fara leynt til að byrja með en fengust í kjölfar fyrirspurna. Í rökstuðningi Vísis segir meðal annars að það geti ekki verið samningsatriði hvort fréttaflutningur er réttur eða rangur.visir/gva Slík atriði eru ekki afstæð eða geta ekki verið samningsatriði milli lögmanna og þeirra sem reka fréttastofuna. Þetta snýr beinlínis að trúverðugleika fréttastofu allra landsmanna. Á þessum forsendum hlýt ég að vera ósammála málsvörn Margrétar Magnúsdóttur skrifstofustjóra að það sé eðlilegt að fjölmiðill í eigu almennings geri sátt utan réttar sem snúa að þessum atriðum og að um það eigi að ríkja trúnaður. Það er eindregin skoðun undirritaðs að þetta mál sé þess eðlis að það snúi með beinum hætti að upplýsingalögum, það snýr að algjöru grundvallaratriði í tengslum við rekstur fréttastofu.“ Svo mörg voru þau orð í rökstuðningi Vísis til úrskurðarnefndarinnar en undir hana ritar Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis. Hvað var það sem ekki þoldi dagsljósið? Erfitt er að átta sig á því hvers vegna RÚV leggur svo ríka áherslu á að um trúnaðarmál sé að ræða og af skrifstofa stofnunarinnar þrjóskaðist við að afhenda samkomulagið í ljósi þess að efni þess lá að mestu fyrir, bæði með fréttum Vísis af málinu sem og í tilkynningu sem er tilgreind nákvæmlega í samkomulaginu. Tilkynning sem forsvarsmenn Ríkisútvarpsins skrifuðu og heimiluðu Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni og Guðmundi Spartakusi að birta: Eina hlutabréfið í RÚV ohf er í skúffu í menntamálaráðuneytinu en málefni Ríkisútvarpsins heyra undir Lilju Dögg Alfreðsdóttur.visir/stefán „Samkomulagið er trúnaðarmál, að öðru leyti en að Guðmundi og/eða lögmanni hans skal heimilt að birta eftirfarandi tilkynningu: „Guðmundur S. Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Aðilar, þ.m.t. lögmenn þeirra, munu ekki tjá sig um málið umfram það sem að framan greinir.“ Sáttagreiðslan byggð á hagsmunamati Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma, meðal annars af Páli Magnússyni sem spurði í forundran á Facebooksíðu sinn: „Er RÚV að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar? Kaupa sig frá því að leiðrétta frétt?“ spyr Páll. Þá segir hann prinsippið ekki flókið. „Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar.“ Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri upplýsti að ákvörðunin um samkomulagið væri tekið á grundvelli rekstrar og fjárhagslegu hagsmunamati. En Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ákvörðunin byggði á hagsmunamati rekstraraðila. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur.“ Sjálft samkomulagið Umrætt samkomulag, sem RÚV var gert að afhenda, er svohljóðandi: „Guðmundur S. Ómarsson annars vegar og Ríkisútvarpið ohf hinsvegar, gera með sér eftirfarandi samkomulag: Með stefnu, þingfestri 15. desember 2016 í Héraðsdómi Reykjavíkur, höfðaði Guðmundur mál á hendur RÚV og nánar tilgreindum fréttamönnum, þar sem þess er meðal annars krafist að nánar tiltekin ummæli skyldu dæmd dauð og ómerk, samhliða því að aðrar kröfur voru fram settar, þ.m.t. miskabótakrafa (meðal annars vegna ætlaðs friðarbrots), birtingarkrafa og málskostnaðarkrafa. RÚV hefur samþykkt, sbr. ábyrgðarreglur laga nr. 38/2011 um fjölmiðla, gegn skilyrtum samkomulags þessa, að greiða Guðmundi samtals kr. 2.500.000 (enginn vaskur undaskilinn) í miskabætur og lögmannskostnað. Skal fjárhæðin greidd eigi síðar en 1. október 2017 inn á eftirfarandi bankareikning 301-26-013030, kt. 530106-0710. Í þessu felst hvorki viðurkenning á bótaskyldu af hendi RÚV og/eða einstakra starfsmanna sem stefnan tók til. Guðmundur lýsir því samhliða yfir að hann eigi engar frekari kröfur, hverju nafni sem nefnast, vegna fréttaflutnings RÚV (sem átt hefur sér stað fyrir dagsetningu samkomulags þessa) af málefnum hans, hvorki á hendur RÚV né einstökum starfsmönnum RÚV, þ.m.t. gagnvart stefndu málsins, og afsalar sér þannig hér með öllum mögulegum kröfum. Ekki verðu heldur gerðar neinar breytingar / leiðréttingar e.þ.u.l. á þeim fréttum sem málshöfðunin tók til. [Hér eru strikaðar út þrjár línur sem taka til rétts sem Guðmundur Spartakus áskilur sér í tengslum við aðgerðir sem snúa óbeint að öðrum aðilum en RÚV.] Samkomulag þetta skal teljast trúnaðarmál, að öðru leyti en að Guðmundi og/eða lögmanni hans skal heimilt að birta eftirfarandi tilkynningu: „Guðmundur S. Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Aðilar, þ.m.t. lögmenn þeirra, munu ekki tjá sig um málið umfram það sem að framan greinir. RÚV mun birta fréttatilkynninguna. Þegar í kjölfar undirritunar samkomulags þessa mun Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl. hafa samband við dómara þann sem fer með héraðsdómsmálið og óska niðurfellingar málsins utan réttar, án málskostnaðar, og mun Stefán A. Svensson hrl. staðfesta þennan skilning fyrir hönd stefndu málsins. Komi til formlegrar fyrirtöku skal málið fellt niður og mun enginn krefjast málskostnaðar. Rísi ágreiningur vegna þessa samkomulags skal hann eiga undir Héraðsdóm Reykjavíkur.“ Undir þetta rita Guðmundur S. Ómarsson og Stefán A. Svensson hrl fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Tengd skjöl: Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál Samkomulag Guðmundar S. Ómarssonar og RÚV Fjölmiðlar Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðastliðin fimm ár kostaði hina stefndu um tvær milljónir króna í miskabætur, málskostnað og kostnað við birtingu niðurstöðu dómsins. 29. september 2017 06:00 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kveðið upp úrskurð (sjá neðst í fylgiskjali) þess efnis að Ríkisútvarpinu ohf beri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson. Samkomulagið má sjá í heild sinni hér neðar. Eins og Vísir upplýsti um í september í fyrra féllst RÚV á að greiða Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna í kjölfar þess að ríkismiðillinn fjallaði um mál honum tengd en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Guðmundar hafði þá höfðað mál á hendur stofnuninni af því tilefni. Bótagreiðslan viðurkenning á rangstöðu Samkomulagið snýst í grófum dráttum um það að Guðmundur Spartakus félli frá málsókn en RÚV þyrfti ekki að draga fréttir sínar til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Erfitt er þó að fá annað út en að með bótagreiðslum felist viðurkenning á einmitt því; að fjölmiðillinn hafi verið rangstæður. Málið er athyglisvert að ýmsu leyti en grundvallarspurningin í því hlýtur þó að vera sú hvort fjölmiðill sem ríkið rekur sé í þeirri stöðu að geta samið um réttmæti eða sannleiksgildi frétta sinna? Annað hvort er fréttin rétt/réttmæt eða ekki. Slíkt getur ekki verið umsemjanlegt og alls ekki þegar um er að ræða ríkisrekinn fjölmiðil sem hlýtur að lúta ströngum faglegum reglum, á því er tilverugrundvöllurinn reistur. Menntamálaráðherra gert að útskýra málið Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hann segir vel koma til greina að þetta mál verði tekið til umfjöllunar á þeim vettvangi. Við fyrstu sýn virðist Ríkisútvarpið vera að kaupa sig frá því að leiðrétta ranga frétt. Segir Páll. „Ef sú er raunin hlýtur stjórn Ríkisútvarpsins, eða eftir atvikum menntamálaráðherra, að krefja útvarpsstjóra skýringa á því.“ Páll Magnússon segir að ef engin viðbrögð verða við þessu sé líklegt að Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra verði kölluð fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og hún krafin skýringa.visir/gva En, kemur til greina að taka þetta til umfjöllunar á vettvangi nefndarinnar, en undir hana heyra málefni RÚV? „Það er ekki útilokað, en ræðst af viðbrögðum stjórnar stofnunarinnar eða menntamálaráðherra,“ segir Páll en ljóst má vera að honum þykir framganga Ríkisútvarpsins ámælisverð í þessu máli. Þetta þýðir þá að ef engin viðbrögð við þessu máli verða þá frá stjórn RÚV, útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni, sem ber ritstjórnarlega ábyrgð gagnvart eigandanum en eina hlutabréfið í RÚV ohf er í skúffu menntamálaráðuneytisins eða ráðherra, gæti farið svo að Lilju D. Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra verði gert að útskýra og þá rökstyðja fyrir þingnefndinni hvernig þetta megi teljast í lagi? Rökstuðningur Vísis fyrir því að fá samkomulagið fram Úrskurðarnefnd telur að málið varði meðferð á opinberu fé og féllst í megindráttum á röksemdir Vísis fyrir því að óverjandi væri að samkomulagið liggi ekki fyrir. Þau rök voru sett fram eftir andmæli RÚV, Margrétar Magnúsdóttur skrifstofustjóra, ítrekun á kæru, til undirstrikunar réttmæti hennar: „Kæran byggir á því grundvallarsjónarmiði að fjölmiðlar gæti gagnsæis í sínum fréttaflutningi. Þetta á ekki síst við um ríkisrekinn fjölmiðil en tilveruréttur slíks reksturs hlýtur að vera sá að þar séu fagleg sjónarmið höfð í fyrirrúmi. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins er Rakel Þorbergsdóttir en sá sem helst fjallaði um mál Guðmundar Spartakusar á vettvangi RÚV var Jóhann Hlíðar Harðarson. Þetta snýr með beinum hætti að almannahagsmunum. Það getur ekki verið samningsatriði hvort fréttaflutningur er réttur eða rangur. Ef frétt er röng eða vafasöm í einhverjum atriðum á almenningur rétt á því að vita það. Og þá á sá fjölmiðill engan annan kost en þann að draga fréttina til baka, og/eða leiðrétta og biðjast velvirðingar. Ef fréttastofa sér ekkert athugavert við vinnubrögð sín, úrvinnslu og svo frétt – þá hlýtur hún að standa við frétt sína. Fyrirspurnin um eðli samkomulagsins snýr að þessu. Og skiptir þá engu þó fengist hafi upplýsingar um fjárhæð miskabóta sem RUV greiddi. Þær upplýsingar áttu að fara leynt til að byrja með en fengust í kjölfar fyrirspurna. Í rökstuðningi Vísis segir meðal annars að það geti ekki verið samningsatriði hvort fréttaflutningur er réttur eða rangur.visir/gva Slík atriði eru ekki afstæð eða geta ekki verið samningsatriði milli lögmanna og þeirra sem reka fréttastofuna. Þetta snýr beinlínis að trúverðugleika fréttastofu allra landsmanna. Á þessum forsendum hlýt ég að vera ósammála málsvörn Margrétar Magnúsdóttur skrifstofustjóra að það sé eðlilegt að fjölmiðill í eigu almennings geri sátt utan réttar sem snúa að þessum atriðum og að um það eigi að ríkja trúnaður. Það er eindregin skoðun undirritaðs að þetta mál sé þess eðlis að það snúi með beinum hætti að upplýsingalögum, það snýr að algjöru grundvallaratriði í tengslum við rekstur fréttastofu.“ Svo mörg voru þau orð í rökstuðningi Vísis til úrskurðarnefndarinnar en undir hana ritar Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis. Hvað var það sem ekki þoldi dagsljósið? Erfitt er að átta sig á því hvers vegna RÚV leggur svo ríka áherslu á að um trúnaðarmál sé að ræða og af skrifstofa stofnunarinnar þrjóskaðist við að afhenda samkomulagið í ljósi þess að efni þess lá að mestu fyrir, bæði með fréttum Vísis af málinu sem og í tilkynningu sem er tilgreind nákvæmlega í samkomulaginu. Tilkynning sem forsvarsmenn Ríkisútvarpsins skrifuðu og heimiluðu Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni og Guðmundi Spartakusi að birta: Eina hlutabréfið í RÚV ohf er í skúffu í menntamálaráðuneytinu en málefni Ríkisútvarpsins heyra undir Lilju Dögg Alfreðsdóttur.visir/stefán „Samkomulagið er trúnaðarmál, að öðru leyti en að Guðmundi og/eða lögmanni hans skal heimilt að birta eftirfarandi tilkynningu: „Guðmundur S. Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Aðilar, þ.m.t. lögmenn þeirra, munu ekki tjá sig um málið umfram það sem að framan greinir.“ Sáttagreiðslan byggð á hagsmunamati Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma, meðal annars af Páli Magnússyni sem spurði í forundran á Facebooksíðu sinn: „Er RÚV að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar? Kaupa sig frá því að leiðrétta frétt?“ spyr Páll. Þá segir hann prinsippið ekki flókið. „Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar.“ Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri upplýsti að ákvörðunin um samkomulagið væri tekið á grundvelli rekstrar og fjárhagslegu hagsmunamati. En Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ákvörðunin byggði á hagsmunamati rekstraraðila. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur.“ Sjálft samkomulagið Umrætt samkomulag, sem RÚV var gert að afhenda, er svohljóðandi: „Guðmundur S. Ómarsson annars vegar og Ríkisútvarpið ohf hinsvegar, gera með sér eftirfarandi samkomulag: Með stefnu, þingfestri 15. desember 2016 í Héraðsdómi Reykjavíkur, höfðaði Guðmundur mál á hendur RÚV og nánar tilgreindum fréttamönnum, þar sem þess er meðal annars krafist að nánar tiltekin ummæli skyldu dæmd dauð og ómerk, samhliða því að aðrar kröfur voru fram settar, þ.m.t. miskabótakrafa (meðal annars vegna ætlaðs friðarbrots), birtingarkrafa og málskostnaðarkrafa. RÚV hefur samþykkt, sbr. ábyrgðarreglur laga nr. 38/2011 um fjölmiðla, gegn skilyrtum samkomulags þessa, að greiða Guðmundi samtals kr. 2.500.000 (enginn vaskur undaskilinn) í miskabætur og lögmannskostnað. Skal fjárhæðin greidd eigi síðar en 1. október 2017 inn á eftirfarandi bankareikning 301-26-013030, kt. 530106-0710. Í þessu felst hvorki viðurkenning á bótaskyldu af hendi RÚV og/eða einstakra starfsmanna sem stefnan tók til. Guðmundur lýsir því samhliða yfir að hann eigi engar frekari kröfur, hverju nafni sem nefnast, vegna fréttaflutnings RÚV (sem átt hefur sér stað fyrir dagsetningu samkomulags þessa) af málefnum hans, hvorki á hendur RÚV né einstökum starfsmönnum RÚV, þ.m.t. gagnvart stefndu málsins, og afsalar sér þannig hér með öllum mögulegum kröfum. Ekki verðu heldur gerðar neinar breytingar / leiðréttingar e.þ.u.l. á þeim fréttum sem málshöfðunin tók til. [Hér eru strikaðar út þrjár línur sem taka til rétts sem Guðmundur Spartakus áskilur sér í tengslum við aðgerðir sem snúa óbeint að öðrum aðilum en RÚV.] Samkomulag þetta skal teljast trúnaðarmál, að öðru leyti en að Guðmundi og/eða lögmanni hans skal heimilt að birta eftirfarandi tilkynningu: „Guðmundur S. Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Aðilar, þ.m.t. lögmenn þeirra, munu ekki tjá sig um málið umfram það sem að framan greinir. RÚV mun birta fréttatilkynninguna. Þegar í kjölfar undirritunar samkomulags þessa mun Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hrl. hafa samband við dómara þann sem fer með héraðsdómsmálið og óska niðurfellingar málsins utan réttar, án málskostnaðar, og mun Stefán A. Svensson hrl. staðfesta þennan skilning fyrir hönd stefndu málsins. Komi til formlegrar fyrirtöku skal málið fellt niður og mun enginn krefjast málskostnaðar. Rísi ágreiningur vegna þessa samkomulags skal hann eiga undir Héraðsdóm Reykjavíkur.“ Undir þetta rita Guðmundur S. Ómarsson og Stefán A. Svensson hrl fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Tengd skjöl: Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál Samkomulag Guðmundar S. Ómarssonar og RÚV
Fjölmiðlar Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðastliðin fimm ár kostaði hina stefndu um tvær milljónir króna í miskabætur, málskostnað og kostnað við birtingu niðurstöðu dómsins. 29. september 2017 06:00 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08
RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðastliðin fimm ár kostaði hina stefndu um tvær milljónir króna í miskabætur, málskostnað og kostnað við birtingu niðurstöðu dómsins. 29. september 2017 06:00
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37
RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00