„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 10:30 Ætla má vöxtur í fjölda ferðamanna verði hægari á næstu misserum Vísir/Vilhelm Á fyrsta ársfjórðungi nam fjöldi erlendra ferðamanna 481 þúsund borið saman við 452 þúsund á sama tímabili í fyrra. Fjölgunin á milli ára, sem nemur 6,3%, hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 2010. Þá fækkaði ferðamönnum um 1,3% frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Þar segir meðal annars að fjölgunin síðustu 12 mánuði leiti stöðugt niður á við, sé litið til einstakra mánaða á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þannig var fjölgunin 8,5% í janúar, 7,9% í febrúar og 3,1% í mars, sem er minnsti vöxtur síðan í mars 2011. Ef farið er aftur til síðasta árs sést svipuð þróun - skýr leitni til lækkunar. „Segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið í maí þegar vöxturinn fór úr því að vera á bilinu 45-75% í janúar-apríl niður í 17,5%,“ stendur í Hagsjánni og til útskýringar bætt við að á tímabilinu maí til október á síðasta ári lá vöxturinn á bilinu 15-19%. Það hafi svo orðið önnur kaflaskil í nóvember þegar vöxturinn fór niður fyrir 10% og hefur hann haldist þar síðan. „Árleg meðalfjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 1949-2017 nemur 9,3%. Marsmánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgunin er undir þessu sögulega meðaltali. Það eru nokkuð skýr merki þess að toppnum í fjölgun ferðamanna hafi verið náð og framundan sé mun lægri vöxtur,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem má nálgast í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi nam fjöldi erlendra ferðamanna 481 þúsund borið saman við 452 þúsund á sama tímabili í fyrra. Fjölgunin á milli ára, sem nemur 6,3%, hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 2010. Þá fækkaði ferðamönnum um 1,3% frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Þar segir meðal annars að fjölgunin síðustu 12 mánuði leiti stöðugt niður á við, sé litið til einstakra mánaða á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þannig var fjölgunin 8,5% í janúar, 7,9% í febrúar og 3,1% í mars, sem er minnsti vöxtur síðan í mars 2011. Ef farið er aftur til síðasta árs sést svipuð þróun - skýr leitni til lækkunar. „Segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið í maí þegar vöxturinn fór úr því að vera á bilinu 45-75% í janúar-apríl niður í 17,5%,“ stendur í Hagsjánni og til útskýringar bætt við að á tímabilinu maí til október á síðasta ári lá vöxturinn á bilinu 15-19%. Það hafi svo orðið önnur kaflaskil í nóvember þegar vöxturinn fór niður fyrir 10% og hefur hann haldist þar síðan. „Árleg meðalfjölgun erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu 1949-2017 nemur 9,3%. Marsmánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem fjölgunin er undir þessu sögulega meðaltali. Það eru nokkuð skýr merki þess að toppnum í fjölgun ferðamanna hafi verið náð og framundan sé mun lægri vöxtur,“ segir í Hagsjá Landsbankans sem má nálgast í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28