Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 09:18 Andie Nordgren hefur verið yfirframleiðandi EVE Online frá árinu 2014. Vísir/ANton Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018 Vistaskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018
Vistaskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira