Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 26. apríl 2018 13:00 Valsmenn lyfta bikarnum á ný samkvæmt spánni. vísir/anton Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Val Íslandsmeistaratitlinum og þar með að þeir verji titilinn sem að þeir unnu í fyrra. Valsliðið vann deildina með yfirburðum í fyrra og eftir að taka því rólega í Reykjavíkurbikarnum í byrjun árs hefur liðið verið langbest á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Lengjubikarinn og Meistarakeppni KSÍ. Það virðist ekkert lið vera nálægt Val eins og staðan er núna. Valsmenn litu eins út fyrir tíu árum síðan, síðast að þegar að liðið varð Íslandsmeistari. Þá drottnaði liðið yfir undirbúningstímabilinu en fékk svo 5-3 skell gegn Keflavík í fyrstu umferð og endaði í fimmta sæti. Valur hefur reyndar ekki varið Íslandsmeistaratitilinn í rúm 50 ár en það gæti orðið breyting á í sumar. Þjálfari Vals er Ólafur Jóhannesson sem er búinn að vinna níu titla á þremur tímabilum plús undirbúningstímabilinu sem nú er að klárast. Ólafur er að stimpla sig inn sem einn besti efstu deildar þjálfari sögunnar en hver veit hvar hann mun standa ef hann heldur áfram að raða inn titlinum. Ólafur og aðstoðarmaður hans Sigurbjörn Hreiðarsson virðast sniðnir fyrir þetta lið og umhverfi.Svona munum við eftir ValValsliðið var langbest í fyrra og vann deildina með tólf stiga mun. Það fékk 50 stig en Stjarnan 38 og þá skoraði Valur næst mest allra liða og fékk á sig fæst. Það var yfirburðalið og spilaði stórskemmtilegan fótbolta. Það var gleði í kringum Valsliðið enda ekki annað hægt. Yfirmennirnir tveir, Ólafur og Sigurbjörn, brostu hringinn nánast allt mótið og það smitaði út frá sér á frábæru tímabili að Hlíðarenda. Liðið og leikmenngravík/gvendurÞrátt fyrir gríðarleg leikmannakaup á ógnvænlega góðum spilurum verður Valsliðið ekki mikið breytt í fyrsta leik sem er auðvitað gott. Ólafur hefur gert vel í hverjum einasta félagaskiptaglugga og gerir liðið bara sterkara. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Val og rúmlega það.Þrír sem Valur treystir á:Anton Ari Einarsson: Markvörðurinn úr Mosfellsbænum var sá besti í deildinni á síðustu leiktíð en það eru fáir leikmenn sem hafa tekið jafnmiklum framförum og hann síðan að Anton hirti stöðuna af Ingvari Kale í annarri umferðinni fyrir tveimur árum síðan. Valsmenn fá ekki á sig mörg færi en það verður undir honum komið að gera eins og í fyrra og verja þau skot sem koma á markið.Eiður Aron Sigurbjörnsson: Það var alveg hægt að útnefna bæði Eið Aron og félaga hans í miðverðinum, Orra Sigurð Ómarsson, besta leikmann Íslandsmótsins á síðasta ári. Þeir voru báðir það góðir. Nú er Orri Sigurður farinn og því hvílir enn meiri ábyrgð á herðum Eiðs, sérstaklega þegar að Valsmenn eru að spila sinn svakalega sóknarbolta.Haukur Páll Sigurðsson: Í liði sem er stútfullt af stjörnum og mikið af mönnum sem vilja fá boltann og sýna listir sínar er alltaf mikilvægt að hafa alvöru fyrirliða sem lætur félaga sína heyra það þegar það á við. Fyrir utan að vera mikill leiðtogi átti Haukur sína bestu leiktíð í fyrra og var algjörlega magnaður inn á miðjunni. Markaðurinn grafík/gvendurValur fékk besta leikmann deildarinnar 2016, varnarmann sem er á leiðinni á HM og níu marka mann úr KR. Vissulega fór Orri Sigurður út í atvinnumennsku en það verður ekki annað sagt en að þessi gluggi sé stórkostlegur. Kristinn Freyr sprakk út hjá Val og fær nú tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Frábær fótboltamaður sem getur fengið að njóta sín í þessu frábæra liði. Svo var fenginn X-factor í Ólafi Karli Finsen sem kemst væntanlega ekki í liðið til að byrja með. Það er þokkalegur liðsstyrkur til að koma inn af bekknum. Birkir Már fer auðvitað snemma til móts við landsliðið og Arnar Sveinn Geirsson er meiddur en breiddin er bara svo mikil að það skiptir eiginlega ekki máli.Markaðseinkunn: A+Hvað segir sérfræðingurinn?„Ef ég væri með bikar á mér myndi ég afhenda Valsmönnum hann,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Íslandsmeistarana. „Þeir eru með frábært lið og það er gaman að horfa á þá spila fótbolta. Þeir spila skemmtilegan og góðan fótbolta, voru flottir á síðustu leiktíð og hafa verið stöðugir í vetur. Þeir virðast koma tilbúnir í mótið og leikmennirnir virðast líka hafa gaman að þessu.“ „Ég held að það sé alltaf gaman að vera í kringum Ólaf og Sigurbjörn. Leikmennirnir virðast hafa gaman að þessu. Þetta er frábært lið, vel mannað og það verður gaman að fylgjast með því. En, við viljum líka sjá þá fara langt í Evrópu,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Val … er að þetta er liðið til að vinna. Besta lið landsins. Óumdeilt. Litlar breytingar hafa orðið á byrjunarliðinu sem heldur áfram að valta yfir mótherja sína en inn eru komnir geggjaðir leikmenn sem gera liðið bara betra. Hópurinn er breiðari og sterkari en í fyrra og Ólafur og Sigurbjörn eru búnir að þróa nýtt leikskipulag í 3-5-2 sem færir liðinu enn meiri slagkraft í sóknarleikinn. Það er alveg ástæða fyrir því að allir spá Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum.Spurningamerkin eru … afar fá. Arnar Sveinn Geirsson er meiddur og Birkir Már Sævarsson fer til móts við landsliðið. Þeir geta leyst það með að nota Dion í vængbakverði en þá er spurning um miðvarðastöðuna. Valsmenn ætluðu að fá sér þriðja miðvörðinn en hann er ekki enn þá kominn. Svo er bara spurning hvort og hvernig leikmennirnir ráða við þessa pressu að allir spái þeim titlinum. Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Þarf eitthvað að ræða þetta? Við erum langbestir og verðum Íslandsmeistarar.Siggi: Ég hef engu við þetta að bæta. Sjáumst á föstudaginn, Binni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Gæti tekið tíma hjá Ólafi í Hafnarfirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar. 25. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Spá því að Valur verji titilinn Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá því að Valur verði Íslandsmeistari og að bikarmeistarar ÍBV falli. 24. apríl 2018 12:12 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Val Íslandsmeistaratitlinum og þar með að þeir verji titilinn sem að þeir unnu í fyrra. Valsliðið vann deildina með yfirburðum í fyrra og eftir að taka því rólega í Reykjavíkurbikarnum í byrjun árs hefur liðið verið langbest á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Lengjubikarinn og Meistarakeppni KSÍ. Það virðist ekkert lið vera nálægt Val eins og staðan er núna. Valsmenn litu eins út fyrir tíu árum síðan, síðast að þegar að liðið varð Íslandsmeistari. Þá drottnaði liðið yfir undirbúningstímabilinu en fékk svo 5-3 skell gegn Keflavík í fyrstu umferð og endaði í fimmta sæti. Valur hefur reyndar ekki varið Íslandsmeistaratitilinn í rúm 50 ár en það gæti orðið breyting á í sumar. Þjálfari Vals er Ólafur Jóhannesson sem er búinn að vinna níu titla á þremur tímabilum plús undirbúningstímabilinu sem nú er að klárast. Ólafur er að stimpla sig inn sem einn besti efstu deildar þjálfari sögunnar en hver veit hvar hann mun standa ef hann heldur áfram að raða inn titlinum. Ólafur og aðstoðarmaður hans Sigurbjörn Hreiðarsson virðast sniðnir fyrir þetta lið og umhverfi.Svona munum við eftir ValValsliðið var langbest í fyrra og vann deildina með tólf stiga mun. Það fékk 50 stig en Stjarnan 38 og þá skoraði Valur næst mest allra liða og fékk á sig fæst. Það var yfirburðalið og spilaði stórskemmtilegan fótbolta. Það var gleði í kringum Valsliðið enda ekki annað hægt. Yfirmennirnir tveir, Ólafur og Sigurbjörn, brostu hringinn nánast allt mótið og það smitaði út frá sér á frábæru tímabili að Hlíðarenda. Liðið og leikmenngravík/gvendurÞrátt fyrir gríðarleg leikmannakaup á ógnvænlega góðum spilurum verður Valsliðið ekki mikið breytt í fyrsta leik sem er auðvitað gott. Ólafur hefur gert vel í hverjum einasta félagaskiptaglugga og gerir liðið bara sterkara. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Val og rúmlega það.Þrír sem Valur treystir á:Anton Ari Einarsson: Markvörðurinn úr Mosfellsbænum var sá besti í deildinni á síðustu leiktíð en það eru fáir leikmenn sem hafa tekið jafnmiklum framförum og hann síðan að Anton hirti stöðuna af Ingvari Kale í annarri umferðinni fyrir tveimur árum síðan. Valsmenn fá ekki á sig mörg færi en það verður undir honum komið að gera eins og í fyrra og verja þau skot sem koma á markið.Eiður Aron Sigurbjörnsson: Það var alveg hægt að útnefna bæði Eið Aron og félaga hans í miðverðinum, Orra Sigurð Ómarsson, besta leikmann Íslandsmótsins á síðasta ári. Þeir voru báðir það góðir. Nú er Orri Sigurður farinn og því hvílir enn meiri ábyrgð á herðum Eiðs, sérstaklega þegar að Valsmenn eru að spila sinn svakalega sóknarbolta.Haukur Páll Sigurðsson: Í liði sem er stútfullt af stjörnum og mikið af mönnum sem vilja fá boltann og sýna listir sínar er alltaf mikilvægt að hafa alvöru fyrirliða sem lætur félaga sína heyra það þegar það á við. Fyrir utan að vera mikill leiðtogi átti Haukur sína bestu leiktíð í fyrra og var algjörlega magnaður inn á miðjunni. Markaðurinn grafík/gvendurValur fékk besta leikmann deildarinnar 2016, varnarmann sem er á leiðinni á HM og níu marka mann úr KR. Vissulega fór Orri Sigurður út í atvinnumennsku en það verður ekki annað sagt en að þessi gluggi sé stórkostlegur. Kristinn Freyr sprakk út hjá Val og fær nú tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Frábær fótboltamaður sem getur fengið að njóta sín í þessu frábæra liði. Svo var fenginn X-factor í Ólafi Karli Finsen sem kemst væntanlega ekki í liðið til að byrja með. Það er þokkalegur liðsstyrkur til að koma inn af bekknum. Birkir Már fer auðvitað snemma til móts við landsliðið og Arnar Sveinn Geirsson er meiddur en breiddin er bara svo mikil að það skiptir eiginlega ekki máli.Markaðseinkunn: A+Hvað segir sérfræðingurinn?„Ef ég væri með bikar á mér myndi ég afhenda Valsmönnum hann,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Íslandsmeistarana. „Þeir eru með frábært lið og það er gaman að horfa á þá spila fótbolta. Þeir spila skemmtilegan og góðan fótbolta, voru flottir á síðustu leiktíð og hafa verið stöðugir í vetur. Þeir virðast koma tilbúnir í mótið og leikmennirnir virðast líka hafa gaman að þessu.“ „Ég held að það sé alltaf gaman að vera í kringum Ólaf og Sigurbjörn. Leikmennirnir virðast hafa gaman að þessu. Þetta er frábært lið, vel mannað og það verður gaman að fylgjast með því. En, við viljum líka sjá þá fara langt í Evrópu,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Val … er að þetta er liðið til að vinna. Besta lið landsins. Óumdeilt. Litlar breytingar hafa orðið á byrjunarliðinu sem heldur áfram að valta yfir mótherja sína en inn eru komnir geggjaðir leikmenn sem gera liðið bara betra. Hópurinn er breiðari og sterkari en í fyrra og Ólafur og Sigurbjörn eru búnir að þróa nýtt leikskipulag í 3-5-2 sem færir liðinu enn meiri slagkraft í sóknarleikinn. Það er alveg ástæða fyrir því að allir spá Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum.Spurningamerkin eru … afar fá. Arnar Sveinn Geirsson er meiddur og Birkir Már Sævarsson fer til móts við landsliðið. Þeir geta leyst það með að nota Dion í vængbakverði en þá er spurning um miðvarðastöðuna. Valsmenn ætluðu að fá sér þriðja miðvörðinn en hann er ekki enn þá kominn. Svo er bara spurning hvort og hvernig leikmennirnir ráða við þessa pressu að allir spái þeim titlinum. Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Þarf eitthvað að ræða þetta? Við erum langbestir og verðum Íslandsmeistarar.Siggi: Ég hef engu við þetta að bæta. Sjáumst á föstudaginn, Binni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Gæti tekið tíma hjá Ólafi í Hafnarfirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar. 25. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Spá því að Valur verji titilinn Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá því að Valur verði Íslandsmeistari og að bikarmeistarar ÍBV falli. 24. apríl 2018 12:12 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Gæti tekið tíma hjá Ólafi í Hafnarfirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar. 25. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30
Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00
Spá því að Valur verji titilinn Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá því að Valur verði Íslandsmeistari og að bikarmeistarar ÍBV falli. 24. apríl 2018 12:12
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00