Ónýtur aur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun