Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2018 06:00 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. VÍSIR/PJETUR Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45