Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. apríl 2018 20:00 Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum. Hvalfjarðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira