Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2018 15:45 Sindri Þór situr nú í gæsluvarðhaldi í Zaandam fangelsi í Hollandi en hann var handtekinn í götunni Damrak í Amsterdam fyrir rúmri viku. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson segir ekkert gæsluvarðhald bíða hans þegar hann snýr aftur til Íslands. Þetta segir Sindri Þór í yfirlýsingu sem hann gaf Vísi rétt í þessu úr fangelsinu í Zaandam í Hollandi. Sindri segist þar vera læstur inni í 23 klukkustundir á dag en fær eina klukkustund á dag í útiveru þar sem hann er með öðrum föngum en Sindri segir að þar á meðal séu eiturlyfjabarónar, morðingjar, nauðgarar og ofbeldisfullar klíkur. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir Sindri að handtökuskipun gegn honum sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið og því ekkert gæsluvarðhald sem bíði hans á Íslandi þegar hann kemur heim. Er hann þeirrar skoðunar að fella ætti handtökuskipunina á hendur honum úr gildi því forsendur hennar séu brostnar. Eins og þekkt er strauk Sindri frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðins. Sindri hafði setið í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum. 16. apríl síðastliðinn rann gæsluvarðhald yfir honum út og var hann samdægurs leiddur fyrir dómara þar sem tekin var fyrir krafa lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómarinn í málinu ákvað að taka sér sólarhringsfrest til að kveða upp úrskurð sinn. Sindri segist því ekki hafa verið í gæsluvarðhaldi eftir klukkan 16 mánudaginn 16. apríl síðastliðinn og í raun frjáls ferða sinna. Honum var hins vegar tjáð að ef hann myndi yfirgefa fangelsið á Sogni yrði hann handtekinn. Klukkan eitt aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl fór Sindri frá Sogni, kom sér út á Keflavíkurflugvöll og flaug þaðan til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi. Sama dag var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 17. apríl til 26. apríl. Handtökuskipun var gefin út á hendur Sindra sem var handtekinn í miðborg Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn eftir að lögreglunni þar í borg hafði borist ábending um ferðir hans. Sindri var að úrskurðaður í 19 daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Amsterdam í síðustu viku og bíður nú þess að vera framseldur frá Hollandi til Íslands. „Af hverju ég er ekki frjáls skil ég ekki,“ sagði Sindri í samtali við Vísi úr fangelsinu. „Ég braut engin lög þegar ég fór frá Sogni. Einnig voru engar lagaheimildir til að halda mér því ég var ekki fangi. Einnig er ekkert gæsluvarðhald sem bíður mín þegar ég kem heim og því engin ástæða að halda handtökuskipuninni virkri. Það er því tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam.“Lesa má yfirlýsingu Sindra í heild hér fyrir neðan:Eins og allir vita fór ég fyrir dóm 16. apríl síðastliðinn varðandi áframhaldandi gæsluvarðhald. Farið var fram á 10 daga gæsluvarðhald en samkvæmt lögum má ekki halda einstaklingi lengur en 12 vikur án ákæru. Þegar þetta var gert var ég búinn að vera 10 vikur í gæsluvarðhaldi.Dómaranum hefur fundist þetta óvenjulegt gæsluvarðhald að einhverjum hluta því dómurinn tók umhugsunarfrest til 17. apríl klukkan 09:30. Dómarinn setti mig ekki í tímabundið gæsluvarðhald og því samkvæmt lögum var ég frjáls maður þann 16. apríl klukkan 16:00Starfsfólk á Sogni tjáði mér einnig um að ég væri frjáls ferða minna, en ef ég færi myndu þau láta lögreglu vita og yrði ég því handtekinn.Ég var sem sagt frjáls samkvæmt lögum en samt yrði ég handtekinn ef ég færi en veit ég ekki fyrir hvað ég hefði verið handtekinn því það er ekki ólöglegt að flýja fangelsi á Íslandi, og ég var ekki einu sinni í fangelsi á þessum tímapunkti.Handtökuskipunin var bundin í tvo þætti, annars vegar vegna rannsóknarhagsmuna og hins vegar því ég flúði gæsluvarðhald sem var úrskurðað 17. apríl.Í fyrsta lagi var ég í opnu fangelsi á Sogni með mína einkatölvu sem var nettengd. Ég hafði aðgang að þessari tölvu í 16 klukkustundir á sólarhring. Einnig var ég með farsíma sem var með mínu símanúmeri, það er því borðliggjandi að það voru engir rannsóknarhagsmunir í húfi.Gæsluvarðhöldin fyrstu sex vikurnar snerust um rannsóknarhagsmuni eftir það var ekki lengur farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Það er því afleitt að handtökuskipunin sé tileinkuð rannsóknarhagsmunum, þeir eru einfaldlega ekki lengur til staðar.Svo í öðru lagi, að ég hafi flúið gæsluvarðhald þann 17. apríl. Þegar ég fór frá Sogni nokkrum klukkustundum fyrir dómaraúrskurð taldi ég mig vera frjáls ferða minna. Á þeim tímapunkti var ég ekki í gæsluvarðhaldi eða fangi hjá Fangelsismálastofnun.Nokkrum klukkustundum seinna var ég úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 17. apríl til 26. apríl síðastliðinn.Samkvæmt lögum er því ekkert gæsluvarðhald sem bíður mín á Íslandi. Það má vel vera að hægt sé að færa rök fyrir handtökuskipuninni því ég var ekki viðstaddur meðan gæsluvarðhaldið átti sér stað. Hins vegar í dag og síðustu daga eru engar heimildir fyrir því að halda handtökuskipuninni virkri. Það er ekkert lengur sem bíður mín heima frá yfirvöldum og ætti því að fella handtökuskipunina úr gildi.Ég ætlaði mér aldrei að flýja réttvísina og það er ekkert sem bendir til þess. Ég ætlaði alltaf að koma heim, og verja mitt mál þegar það fer í aðalmeðferð. Ég var þvingaður til að vera í fangelsi án dómaraúrskurðar og samkvæmt minni bestu vitund er það ólöglegt. Nokkrir hafa komið fram opinberlega sem hafa sagt að ég hafi í raun og veru verið frjáls ferða minna, meðal þeirra sem hafa komið fram eru; Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, Karl Gauti Hjaltason þingmaður og fyrrverandi lögreglustjóri, og Kristín Benediktsdóttir dósent í réttarfari.Það er því borðliggjandi að ég hafi verið frjáls ferða minna eftir klukkan 16 þann 16. apríl síðastliðinn. Svo var ég úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 17. apríl til 26. apríl og er það líka dottið úr gildi en samt sem áður er handtökuskipunin enn í gildi.Í dag sit ég í fangelsi í Amsterdam þar sem ég er læstur inni í 23 tíma á sólarhring og svo ein klukkustund á dag í útiveru með öðrum föngum. Sem skiptast í nokkra hópa þar á meðal eiturlyfjabaróna, morðingja nauðgara og ofbeldisfullar klíkur. Þetta telst alls ekki sem öruggt umhverfi. Af hverju ég er ekki frjáls skil ég ekki. Ég braut engin lög þegar ég fór frá Sogni, einnig voru engar lagaheimildir til að halda mér því ég var ekki fangi og einnig er ekkert gæsluvarðhald sem bíður þegar ég kem heim og því engin ástæða að halda handtökuskipuninni virkri. Það er því tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Ekki lögbrot að strjúka einn - bara ef menn eru tveir eða fleiri Mismunandi reglur gilda um fanga sem strjúka úr fangelsum á Íslandi, eftir því hvort margir fangar sammælast um að strjúka eða einn fangi tekur upp á því óstuddur. 3. janúar 2013 18:17 Skipaður verjandi Sindra segir handtökuna hafa verið afar einkennilega Fannst skrýtið að heyra hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra í jafn fjölmennri borg og Amsterdam. 25. apríl 2018 14:45 Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson segir ekkert gæsluvarðhald bíða hans þegar hann snýr aftur til Íslands. Þetta segir Sindri Þór í yfirlýsingu sem hann gaf Vísi rétt í þessu úr fangelsinu í Zaandam í Hollandi. Sindri segist þar vera læstur inni í 23 klukkustundir á dag en fær eina klukkustund á dag í útiveru þar sem hann er með öðrum föngum en Sindri segir að þar á meðal séu eiturlyfjabarónar, morðingjar, nauðgarar og ofbeldisfullar klíkur. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir Sindri að handtökuskipun gegn honum sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið og því ekkert gæsluvarðhald sem bíði hans á Íslandi þegar hann kemur heim. Er hann þeirrar skoðunar að fella ætti handtökuskipunina á hendur honum úr gildi því forsendur hennar séu brostnar. Eins og þekkt er strauk Sindri frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðins. Sindri hafði setið í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum. 16. apríl síðastliðinn rann gæsluvarðhald yfir honum út og var hann samdægurs leiddur fyrir dómara þar sem tekin var fyrir krafa lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómarinn í málinu ákvað að taka sér sólarhringsfrest til að kveða upp úrskurð sinn. Sindri segist því ekki hafa verið í gæsluvarðhaldi eftir klukkan 16 mánudaginn 16. apríl síðastliðinn og í raun frjáls ferða sinna. Honum var hins vegar tjáð að ef hann myndi yfirgefa fangelsið á Sogni yrði hann handtekinn. Klukkan eitt aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl fór Sindri frá Sogni, kom sér út á Keflavíkurflugvöll og flaug þaðan til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi. Sama dag var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 17. apríl til 26. apríl. Handtökuskipun var gefin út á hendur Sindra sem var handtekinn í miðborg Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn eftir að lögreglunni þar í borg hafði borist ábending um ferðir hans. Sindri var að úrskurðaður í 19 daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Amsterdam í síðustu viku og bíður nú þess að vera framseldur frá Hollandi til Íslands. „Af hverju ég er ekki frjáls skil ég ekki,“ sagði Sindri í samtali við Vísi úr fangelsinu. „Ég braut engin lög þegar ég fór frá Sogni. Einnig voru engar lagaheimildir til að halda mér því ég var ekki fangi. Einnig er ekkert gæsluvarðhald sem bíður mín þegar ég kem heim og því engin ástæða að halda handtökuskipuninni virkri. Það er því tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam.“Lesa má yfirlýsingu Sindra í heild hér fyrir neðan:Eins og allir vita fór ég fyrir dóm 16. apríl síðastliðinn varðandi áframhaldandi gæsluvarðhald. Farið var fram á 10 daga gæsluvarðhald en samkvæmt lögum má ekki halda einstaklingi lengur en 12 vikur án ákæru. Þegar þetta var gert var ég búinn að vera 10 vikur í gæsluvarðhaldi.Dómaranum hefur fundist þetta óvenjulegt gæsluvarðhald að einhverjum hluta því dómurinn tók umhugsunarfrest til 17. apríl klukkan 09:30. Dómarinn setti mig ekki í tímabundið gæsluvarðhald og því samkvæmt lögum var ég frjáls maður þann 16. apríl klukkan 16:00Starfsfólk á Sogni tjáði mér einnig um að ég væri frjáls ferða minna, en ef ég færi myndu þau láta lögreglu vita og yrði ég því handtekinn.Ég var sem sagt frjáls samkvæmt lögum en samt yrði ég handtekinn ef ég færi en veit ég ekki fyrir hvað ég hefði verið handtekinn því það er ekki ólöglegt að flýja fangelsi á Íslandi, og ég var ekki einu sinni í fangelsi á þessum tímapunkti.Handtökuskipunin var bundin í tvo þætti, annars vegar vegna rannsóknarhagsmuna og hins vegar því ég flúði gæsluvarðhald sem var úrskurðað 17. apríl.Í fyrsta lagi var ég í opnu fangelsi á Sogni með mína einkatölvu sem var nettengd. Ég hafði aðgang að þessari tölvu í 16 klukkustundir á sólarhring. Einnig var ég með farsíma sem var með mínu símanúmeri, það er því borðliggjandi að það voru engir rannsóknarhagsmunir í húfi.Gæsluvarðhöldin fyrstu sex vikurnar snerust um rannsóknarhagsmuni eftir það var ekki lengur farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Það er því afleitt að handtökuskipunin sé tileinkuð rannsóknarhagsmunum, þeir eru einfaldlega ekki lengur til staðar.Svo í öðru lagi, að ég hafi flúið gæsluvarðhald þann 17. apríl. Þegar ég fór frá Sogni nokkrum klukkustundum fyrir dómaraúrskurð taldi ég mig vera frjáls ferða minna. Á þeim tímapunkti var ég ekki í gæsluvarðhaldi eða fangi hjá Fangelsismálastofnun.Nokkrum klukkustundum seinna var ég úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 17. apríl til 26. apríl síðastliðinn.Samkvæmt lögum er því ekkert gæsluvarðhald sem bíður mín á Íslandi. Það má vel vera að hægt sé að færa rök fyrir handtökuskipuninni því ég var ekki viðstaddur meðan gæsluvarðhaldið átti sér stað. Hins vegar í dag og síðustu daga eru engar heimildir fyrir því að halda handtökuskipuninni virkri. Það er ekkert lengur sem bíður mín heima frá yfirvöldum og ætti því að fella handtökuskipunina úr gildi.Ég ætlaði mér aldrei að flýja réttvísina og það er ekkert sem bendir til þess. Ég ætlaði alltaf að koma heim, og verja mitt mál þegar það fer í aðalmeðferð. Ég var þvingaður til að vera í fangelsi án dómaraúrskurðar og samkvæmt minni bestu vitund er það ólöglegt. Nokkrir hafa komið fram opinberlega sem hafa sagt að ég hafi í raun og veru verið frjáls ferða minna, meðal þeirra sem hafa komið fram eru; Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, Karl Gauti Hjaltason þingmaður og fyrrverandi lögreglustjóri, og Kristín Benediktsdóttir dósent í réttarfari.Það er því borðliggjandi að ég hafi verið frjáls ferða minna eftir klukkan 16 þann 16. apríl síðastliðinn. Svo var ég úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 17. apríl til 26. apríl og er það líka dottið úr gildi en samt sem áður er handtökuskipunin enn í gildi.Í dag sit ég í fangelsi í Amsterdam þar sem ég er læstur inni í 23 tíma á sólarhring og svo ein klukkustund á dag í útiveru með öðrum föngum. Sem skiptast í nokkra hópa þar á meðal eiturlyfjabaróna, morðingja nauðgara og ofbeldisfullar klíkur. Þetta telst alls ekki sem öruggt umhverfi. Af hverju ég er ekki frjáls skil ég ekki. Ég braut engin lög þegar ég fór frá Sogni, einnig voru engar lagaheimildir til að halda mér því ég var ekki fangi og einnig er ekkert gæsluvarðhald sem bíður þegar ég kem heim og því engin ástæða að halda handtökuskipuninni virkri. Það er því tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Ekki lögbrot að strjúka einn - bara ef menn eru tveir eða fleiri Mismunandi reglur gilda um fanga sem strjúka úr fangelsum á Íslandi, eftir því hvort margir fangar sammælast um að strjúka eða einn fangi tekur upp á því óstuddur. 3. janúar 2013 18:17 Skipaður verjandi Sindra segir handtökuna hafa verið afar einkennilega Fannst skrýtið að heyra hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra í jafn fjölmennri borg og Amsterdam. 25. apríl 2018 14:45 Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Ekki lögbrot að strjúka einn - bara ef menn eru tveir eða fleiri Mismunandi reglur gilda um fanga sem strjúka úr fangelsum á Íslandi, eftir því hvort margir fangar sammælast um að strjúka eða einn fangi tekur upp á því óstuddur. 3. janúar 2013 18:17
Skipaður verjandi Sindra segir handtökuna hafa verið afar einkennilega Fannst skrýtið að heyra hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra í jafn fjölmennri borg og Amsterdam. 25. apríl 2018 14:45
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01