Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2018 08:00 Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir þingvelli ár hvert. Innlendar ferðaskrifstofur óttast samdrátt í bókunum vegna lakrar samkeppnisstöðu. Vísir/Pjetur „Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00