Íhugar að hætta með vinsælt hestagerði vegna fingralangra farar- og bílstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2018 21:30 Svona var oft umhorfs áður em Margeir og fjölskylda útbjuggu aðstöðu fyrir ferðamenn til að klappa hestunum. Vísir/Margeir Ingólfsson Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, veltir því nú fyrir sér hvort að hann eigi að hætta með hestagerði við veginn á milli Gullfoss og Geysis sem hann setti upp sjálfur við góðar viðtökur. Ástæðan eru fingralangir gestir sem stela hestafóðri úr sjálfsafgreiðslubás við gerðið. Hann segir ákveðna farar- og bílstjóra vera stórtæka í þjófnaðinum. Vakti Margeir athygli á þessu í pistli á Facebook-síðunni Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðaþjónustunnar eru rædd af hagsmunaaðilum. Þar segir hann að óbreytt ástand gangi ekki upp og veltir hann og fjölskylda hans nú því fyrir sér hvort að þau eigi að hætta með hestagerðið eða bæta aðstöðuna til þess að stemma í stigu við þjófnaðinn.Gerðið var sett upp fyrir um ári síðan vegna mikils ágangs ferðamanna sem stoppuðu gjarnan við veginn til þess að klappa og gefa hestum, en Margeir hafði meðal annars neyðst til þess að fella trippi, unga hesta, sem hafi verið orðin ofdekruð og frek. Brá Margeir þá á það ráð að útbúa aðstöðu þar sem ferðamönnum og öðrum vegfarendum var gefinn kostur á því að klappa og fóðra nokkra hesta, svo aðrir yrðu í friði frá ágangi ferðamanna. Til þess að stýra neyslu hestanna og koma í veg fyrir að þeim væri gefnir afgangar og ýmis konar matur setti hann upp sjálfssölubás þar sem kaupa má hestafóður. Hver askja kostar 200 krónur.Fjallað var um uppsetningu gerðisins í Kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar það var sett upp.„Þetta er hannað fyrir hesta og með þessu get ég stýrt því hvað þau éta og hversu mikið,“ segir Margeir í samtali við Vísi vegna málsins. „Ég hafði þetta nógu ódýrt þannig að það tæki því ekki að stela því.“Farin að þekkja ákveðin andlit Í pistlinum, sem lesa má hér að neðan í heild sinni, segir Margeir að reglulega sé kannað hversu miklu sé stolið úr básnum og að jafnaðu séu aföll um 30-50 prósent. Fylgist Margeir vel með hestagerðinu með kíki úr sveitabænum. Þar sjái hann greinilega að ákveðnir farar- og bílstjórar séu nokkuð stórtækir í þjófnaðinum. „Það koma kannski 40 rútur eða kálfar yfir daginn og af þeim eru kannski fjórar til sex þar sem hoppa út bæði fararstjórar og bílstjórar og taka nokkrar öskjur hver og dreifa,“ segir Margeir. Segir hann að hann verði einnig var við að einstaklingar sem komi á bílum geri sig einnig seka um að grípa öskjur án þess að borga en það muni mest um þá bílstjóra- og farastjóra sem komi þarna, sumir daglega, og grípi nokkrar öskjur. Aðspurður hvort að alltaf sé um sömu einstaklinga að ræða segir Margeir að hann og fjölskylda hans séu farin að þekkja nokkur andlit. Vandinn sé þó ekki bundin við ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki en hestagerðið er viðkomustaður nokkurra slíkra á ferð um Gullna hringinn. „Þetta er ekki bundið við fyrirtæki, þetta er bundið við einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem slá sér upp með þessu og fá þjórfé hjá ferðamönnunnum á minn kostnað,“ segir Margeir sem segir að í apríl hafi keyrt um þverbak og afföll orðið allt að 60 prósent. „Ég vil taka það fram að ég hef hitt mikið af bílstjórum og farastjórum, úrvalsfólki, en það eru þessu fáu og þessir stórtæku sem koma óorði á restina og gera það að verkum að ánægjan af þessu fer fyrir lítið, “segir Margeir. Því standi fjölskyldan nú frammi fyrir því að hætta með hestagerðið eða bæta þjónustuna og koma upp mönnun á svæðinu. „Í mínum huga er það þannig að óbreytt gengur þetta ekki.“ Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá, áður en að gerðið var útbúið.Margeir IngólfssonPistill Margeirs í heild sinni„Sælir baklendingar.Fyrir rúmu ári síðan ákváðum við hér á Brú að bregðast við því vandamáli sem við höfum kallað „hestastopp í óþökk hesteigenda“ með því að setja upp aðstöðu hjá okkur þar sem hægt væri að stoppa á öruggan hátt. Við létum útbúa á okkar kostnað gott bílaplan þar sem öllum var velkomið að stoppa, höfðum nokkur fullorðin hross í girðingu við planið sem fólk má klappa og taka myndir af. Það kostar ekkert að stoppa hjá okkur en ég setti einungis tvö skilyrði ef fólk stoppaði, þ.e. að önnur hross á landareigninni hjá okkur fengju frið fyrir ágangi og síðan að hestunum í „hestastoppinu“ væri ekki gefið neitt að éta annað en það sem við væru með til sölu í litlum sjálfsölubás sem við settum upp.Hvernig hefur nú tekist til? Jú þetta hefur mælst mjög vel fyrir og höfum við hitt marga mjög þakkláta fararstjóra og ferðamenn. Við heyrum reglulega að það að fá að hitta og snerta hestana hafi verið hápunktur ferðarinnar um Gullna Hringinn. Við höfum kynnst mörgum indælis fararstjórum og bílstjórum. Lögregluþjónn kom og þakkaði mér sérstaklega fyrir okkar framlag til aukins umferðaröryggis á Gullna Hringnum en segja má að svo til öll ferðaþjónustufyrirtæki sem um svæðið fara og taka „hestastopp“ nýti sér planið. Mikið af bílaleigubílum stoppar hjá okkur en þeir eru eftir sem áður stopp í vegköntum um allar trissur með tilheyrandi hættum. Þetta hefur verið mun meiri vinna en við áttum von á en við erum bundin yfir þessu alla daga ársins en þetta er eins og annað sem maður tekur sér fyrir hendi að það þarf að sinna því ef vel á að vera.Til þess að tryggja að hestarnir komi að girðingunni og heilsi upp á gesti þá þurfa þeir að fá eitthvað „fyrir sinn snúð“. Þess vegna settum við upp sjálfsölukassann með hestakögglum og ákváðum að láta á það reyna hvort fólki væri treystandi til þess að borga fyrir þá í sjálfsölu. Við höfðum kögglana ódýra en við vildum að sjálfsögðu hafa upp í kostnað og helst eitthvað meira en það. Hver er síðan reynslan af þessu? Á þessu ári sem liðið er höfum við reglulega kannað hversu miklu er stolið hjá okkur en að er að jafnaði 30% - 50% á hverjum degi. Ég verð að viðurkenna að það venst illa að vera rændur daglega, ekki stórar upphæðir daglega, en sjóður ræningjanna er orðin nokkuð stór eftir árið. Ég er reglulega spurður hvort ég viti hverjir steli mestu. Fyrir þau ykkar sem sáuð myndina „Hross í oss“ muna eftir kíkinum sem var alltaf við hendina á sveitabænum í myndinni. Svona kíkir er til á öllum „betri“ heimilum til sveita og höfum við notað hann til þess að fylgjast með sjáfsalanum okkar og þar með hverjir borgi og hverjir ekki. Það verður að segjast eins og er að það eru nokkrir fararstjórar/bílstjórar sem er nokkuð stórtækir í þessu og finnst auðsjánlega sjálfsagt að stela eða eins og einn sagði sem talað var við „þetta fer hvort sem er í hestana ykkar“. Nú í apríl þegar minna hefur verið um ferðamenn þá munar meira um þessa „stórtæku“ og hafa „afföllin“ farið yfir 60% og nú er eiginlega komið nóg.Nú er svo komið að segja með að við stöndum á ákveðnum tímamótum, þ.e. ekki getur þetta gengið svona áfram (ég held ég geti ekki vanist því að vera rændur). Eigum við að hætta þessu og loka planinu (og fara með hrossin) eða eigum við að stefna á að „þróa“ þetta áfram. Ef við hættum ekki þá verðum við að bæta aðstöðuna, auka þjónustuna og vera með eitthvað meira á planinu, meiri fræðslu um hrossin?, sölu á vörum og/eða þjónustu eða??????Hvað finnst ykkur sem hafið nýtt ykkur þessu þjónustu?Bestu kveðjurFjölskyldan Brú“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn séu upplýstir um að of mikið brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar "Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum. 28. desember 2016 14:00 Býður túristum að klappa hestunum sínum Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, býður ferðamönnum nú að klappa hestunum sínum og sitja fyrir á myndum með þeim. 15. apríl 2017 21:19 Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, veltir því nú fyrir sér hvort að hann eigi að hætta með hestagerði við veginn á milli Gullfoss og Geysis sem hann setti upp sjálfur við góðar viðtökur. Ástæðan eru fingralangir gestir sem stela hestafóðri úr sjálfsafgreiðslubás við gerðið. Hann segir ákveðna farar- og bílstjóra vera stórtæka í þjófnaðinum. Vakti Margeir athygli á þessu í pistli á Facebook-síðunni Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðaþjónustunnar eru rædd af hagsmunaaðilum. Þar segir hann að óbreytt ástand gangi ekki upp og veltir hann og fjölskylda hans nú því fyrir sér hvort að þau eigi að hætta með hestagerðið eða bæta aðstöðuna til þess að stemma í stigu við þjófnaðinn.Gerðið var sett upp fyrir um ári síðan vegna mikils ágangs ferðamanna sem stoppuðu gjarnan við veginn til þess að klappa og gefa hestum, en Margeir hafði meðal annars neyðst til þess að fella trippi, unga hesta, sem hafi verið orðin ofdekruð og frek. Brá Margeir þá á það ráð að útbúa aðstöðu þar sem ferðamönnum og öðrum vegfarendum var gefinn kostur á því að klappa og fóðra nokkra hesta, svo aðrir yrðu í friði frá ágangi ferðamanna. Til þess að stýra neyslu hestanna og koma í veg fyrir að þeim væri gefnir afgangar og ýmis konar matur setti hann upp sjálfssölubás þar sem kaupa má hestafóður. Hver askja kostar 200 krónur.Fjallað var um uppsetningu gerðisins í Kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar það var sett upp.„Þetta er hannað fyrir hesta og með þessu get ég stýrt því hvað þau éta og hversu mikið,“ segir Margeir í samtali við Vísi vegna málsins. „Ég hafði þetta nógu ódýrt þannig að það tæki því ekki að stela því.“Farin að þekkja ákveðin andlit Í pistlinum, sem lesa má hér að neðan í heild sinni, segir Margeir að reglulega sé kannað hversu miklu sé stolið úr básnum og að jafnaðu séu aföll um 30-50 prósent. Fylgist Margeir vel með hestagerðinu með kíki úr sveitabænum. Þar sjái hann greinilega að ákveðnir farar- og bílstjórar séu nokkuð stórtækir í þjófnaðinum. „Það koma kannski 40 rútur eða kálfar yfir daginn og af þeim eru kannski fjórar til sex þar sem hoppa út bæði fararstjórar og bílstjórar og taka nokkrar öskjur hver og dreifa,“ segir Margeir. Segir hann að hann verði einnig var við að einstaklingar sem komi á bílum geri sig einnig seka um að grípa öskjur án þess að borga en það muni mest um þá bílstjóra- og farastjóra sem komi þarna, sumir daglega, og grípi nokkrar öskjur. Aðspurður hvort að alltaf sé um sömu einstaklinga að ræða segir Margeir að hann og fjölskylda hans séu farin að þekkja nokkur andlit. Vandinn sé þó ekki bundin við ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki en hestagerðið er viðkomustaður nokkurra slíkra á ferð um Gullna hringinn. „Þetta er ekki bundið við fyrirtæki, þetta er bundið við einstaklinga. Þarna eru einstaklingar sem slá sér upp með þessu og fá þjórfé hjá ferðamönnunnum á minn kostnað,“ segir Margeir sem segir að í apríl hafi keyrt um þverbak og afföll orðið allt að 60 prósent. „Ég vil taka það fram að ég hef hitt mikið af bílstjórum og farastjórum, úrvalsfólki, en það eru þessu fáu og þessir stórtæku sem koma óorði á restina og gera það að verkum að ánægjan af þessu fer fyrir lítið, “segir Margeir. Því standi fjölskyldan nú frammi fyrir því að hætta með hestagerðið eða bæta þjónustuna og koma upp mönnun á svæðinu. „Í mínum huga er það þannig að óbreytt gengur þetta ekki.“ Margeir setti upp skilti við þjóðveginn til að bægja ferðamönnum frá, áður en að gerðið var útbúið.Margeir IngólfssonPistill Margeirs í heild sinni„Sælir baklendingar.Fyrir rúmu ári síðan ákváðum við hér á Brú að bregðast við því vandamáli sem við höfum kallað „hestastopp í óþökk hesteigenda“ með því að setja upp aðstöðu hjá okkur þar sem hægt væri að stoppa á öruggan hátt. Við létum útbúa á okkar kostnað gott bílaplan þar sem öllum var velkomið að stoppa, höfðum nokkur fullorðin hross í girðingu við planið sem fólk má klappa og taka myndir af. Það kostar ekkert að stoppa hjá okkur en ég setti einungis tvö skilyrði ef fólk stoppaði, þ.e. að önnur hross á landareigninni hjá okkur fengju frið fyrir ágangi og síðan að hestunum í „hestastoppinu“ væri ekki gefið neitt að éta annað en það sem við væru með til sölu í litlum sjálfsölubás sem við settum upp.Hvernig hefur nú tekist til? Jú þetta hefur mælst mjög vel fyrir og höfum við hitt marga mjög þakkláta fararstjóra og ferðamenn. Við heyrum reglulega að það að fá að hitta og snerta hestana hafi verið hápunktur ferðarinnar um Gullna Hringinn. Við höfum kynnst mörgum indælis fararstjórum og bílstjórum. Lögregluþjónn kom og þakkaði mér sérstaklega fyrir okkar framlag til aukins umferðaröryggis á Gullna Hringnum en segja má að svo til öll ferðaþjónustufyrirtæki sem um svæðið fara og taka „hestastopp“ nýti sér planið. Mikið af bílaleigubílum stoppar hjá okkur en þeir eru eftir sem áður stopp í vegköntum um allar trissur með tilheyrandi hættum. Þetta hefur verið mun meiri vinna en við áttum von á en við erum bundin yfir þessu alla daga ársins en þetta er eins og annað sem maður tekur sér fyrir hendi að það þarf að sinna því ef vel á að vera.Til þess að tryggja að hestarnir komi að girðingunni og heilsi upp á gesti þá þurfa þeir að fá eitthvað „fyrir sinn snúð“. Þess vegna settum við upp sjálfsölukassann með hestakögglum og ákváðum að láta á það reyna hvort fólki væri treystandi til þess að borga fyrir þá í sjálfsölu. Við höfðum kögglana ódýra en við vildum að sjálfsögðu hafa upp í kostnað og helst eitthvað meira en það. Hver er síðan reynslan af þessu? Á þessu ári sem liðið er höfum við reglulega kannað hversu miklu er stolið hjá okkur en að er að jafnaði 30% - 50% á hverjum degi. Ég verð að viðurkenna að það venst illa að vera rændur daglega, ekki stórar upphæðir daglega, en sjóður ræningjanna er orðin nokkuð stór eftir árið. Ég er reglulega spurður hvort ég viti hverjir steli mestu. Fyrir þau ykkar sem sáuð myndina „Hross í oss“ muna eftir kíkinum sem var alltaf við hendina á sveitabænum í myndinni. Svona kíkir er til á öllum „betri“ heimilum til sveita og höfum við notað hann til þess að fylgjast með sjáfsalanum okkar og þar með hverjir borgi og hverjir ekki. Það verður að segjast eins og er að það eru nokkrir fararstjórar/bílstjórar sem er nokkuð stórtækir í þessu og finnst auðsjánlega sjálfsagt að stela eða eins og einn sagði sem talað var við „þetta fer hvort sem er í hestana ykkar“. Nú í apríl þegar minna hefur verið um ferðamenn þá munar meira um þessa „stórtæku“ og hafa „afföllin“ farið yfir 60% og nú er eiginlega komið nóg.Nú er svo komið að segja með að við stöndum á ákveðnum tímamótum, þ.e. ekki getur þetta gengið svona áfram (ég held ég geti ekki vanist því að vera rændur). Eigum við að hætta þessu og loka planinu (og fara með hrossin) eða eigum við að stefna á að „þróa“ þetta áfram. Ef við hættum ekki þá verðum við að bæta aðstöðuna, auka þjónustuna og vera með eitthvað meira á planinu, meiri fræðslu um hrossin?, sölu á vörum og/eða þjónustu eða??????Hvað finnst ykkur sem hafið nýtt ykkur þessu þjónustu?Bestu kveðjurFjölskyldan Brú“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn séu upplýstir um að of mikið brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar "Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum. 28. desember 2016 14:00 Býður túristum að klappa hestunum sínum Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, býður ferðamönnum nú að klappa hestunum sínum og sitja fyrir á myndum með þeim. 15. apríl 2017 21:19 Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Ferðamenn séu upplýstir um að of mikið brauðát geti haft alvarlegar afleiðingar "Ég sem ábyrgðarmaður hrossa minna get ekki horft upp á nokkur hundruð manns gefa merunum mínum brauð á hverjum degi og sílspika þær. Það er ekki hollt til lengdar og þær lifa það ekki af,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum. 28. desember 2016 14:00
Býður túristum að klappa hestunum sínum Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, býður ferðamönnum nú að klappa hestunum sínum og sitja fyrir á myndum með þeim. 15. apríl 2017 21:19
Hefur neyðst til að fella hross vegna ágangs ferðamanna Margeir Ingólfsson, bóndi í Bláskógabyggð, hefur sett upp skilti við jörð sína vegna ferðamanna sem dekra við hestana í hans óþökk. 27. desember 2016 12:15