Tókust á um ágæti tollasamnings við ESB Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 17:21 Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES. Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00