Gamla leiðin Hörður Ægisson skrifar 4. maí 2018 10:00 Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar