Börnin okkar – 8. maí Ásmundur Einar Daðason skrifar 2. maí 2018 10:00 Í velferðarmálum ræðum við oft um hvernig eigi að bregðast við vanda sem þegar er til staðar. En getur samfélagið gripið fyrr inn með aðstoð? Erum við að leggja nægilega áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun með sérstakri áherslu á að styrkja fjölskyldur og börn í áhættu? Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. Ráðherrar málaflokka sem bera ábyrgð á málasviðum sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra, sveitarfélög, grunnskóli, heilbrigðisþjónustan, barnavernd, frjáls félagasamtök o.fl. þurfa að koma að þessari umræðu. Við þurfum að stefna að þverpólitískri nálgun og sátt. Samþætta þarf þjónustu ólíkra aðila og auka samfellu svo hún sé betur sniðin að þörfum barna. Þessi vinna verður formlega sett af stað með ráðstefnu 8. maí næstkomandi, þar sem hugsunin er að fá sem flesta að borðinu. Yfirskriftin er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Þar verður unnt að hlýða bæði á innlenda og erlenda fyrirlesara auk þess sem ætlunin er að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábendingar um forgangsröðun. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is. Í framhaldinu verður skipaður stýrihópur sem fer með það hlutverk að halda utan um vinnuna í þverpólitísku samráði og með aðkomu þeirra sem koma að málefnum barna. Í þeirri vinnu þurfum við að leyfa okkur að hugsa „út fyrir rammann“ horfa til breyttrar nálgunar í veitingu þjónustu, mögulegra kerfisbreytinga, sameininga á þjónustutilboðum og leggja enn meiri áherslu á snemmtæka íhlutun og samfellu í þjónustu. Ég tel mikilvægt, fyrir börnin okkar og samfélagið í heild, að við náum fram breytingum. Í þeirri vinnu skipta öll sjónarmið miklu máli og þess vegna viljum við fá þig að borðinu 8. maí næstkomandi.Höfundur er félagsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í velferðarmálum ræðum við oft um hvernig eigi að bregðast við vanda sem þegar er til staðar. En getur samfélagið gripið fyrr inn með aðstoð? Erum við að leggja nægilega áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun með sérstakri áherslu á að styrkja fjölskyldur og börn í áhættu? Eftir talsverða yfirferð hef ég ákveðið að setja af stað vinnu við að endurskoða félagslega umgjörð þegar kemur að málefnum barna með sérstakri áherslu á snemmtæka íhlutun. Ráðherrar málaflokka sem bera ábyrgð á málasviðum sem tengjast börnum og fjölskyldum þeirra, sveitarfélög, grunnskóli, heilbrigðisþjónustan, barnavernd, frjáls félagasamtök o.fl. þurfa að koma að þessari umræðu. Við þurfum að stefna að þverpólitískri nálgun og sátt. Samþætta þarf þjónustu ólíkra aðila og auka samfellu svo hún sé betur sniðin að þörfum barna. Þessi vinna verður formlega sett af stað með ráðstefnu 8. maí næstkomandi, þar sem hugsunin er að fá sem flesta að borðinu. Yfirskriftin er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Þar verður unnt að hlýða bæði á innlenda og erlenda fyrirlesara auk þess sem ætlunin er að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábendingar um forgangsröðun. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is. Í framhaldinu verður skipaður stýrihópur sem fer með það hlutverk að halda utan um vinnuna í þverpólitísku samráði og með aðkomu þeirra sem koma að málefnum barna. Í þeirri vinnu þurfum við að leyfa okkur að hugsa „út fyrir rammann“ horfa til breyttrar nálgunar í veitingu þjónustu, mögulegra kerfisbreytinga, sameininga á þjónustutilboðum og leggja enn meiri áherslu á snemmtæka íhlutun og samfellu í þjónustu. Ég tel mikilvægt, fyrir börnin okkar og samfélagið í heild, að við náum fram breytingum. Í þeirri vinnu skipta öll sjónarmið miklu máli og þess vegna viljum við fá þig að borðinu 8. maí næstkomandi.Höfundur er félagsmálaráðherra
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar