Undirbúa sig fyrir viðskiptaþvinganir Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:27 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill standa vörð um hagsmuni evrópskra fyrirtækja. Vísir/EPa Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast. Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast.
Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54