Tími til að breyta Eyþór Arnalds skrifar 16. maí 2018 07:00 Nú þegar rúm vika er til kosninga í borginni er rétt að spyrja hvernig gengið hafi síðustu fjögur ár. Er ódýrara að leigja eða kaupa? Er auðveldara að komast á milli staða í borginni? Geta öll 18 mánaða börn komist á leikskóla? Er borgin hrein? Svarið við þessum spurningum er því miður eitt og það sama. Samt eru þetta einföld grundvallaratriði sem við viljum öll að séu í lagi.Valdaþreyta kallar á breytingar Sextán ár eru langur tími. Ekki síst í pólitík. Sitjandi borgarstjóri hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2002. Mestmegnis í meirihluta og síðustu átta ár óslitið við völd. Það vill brenna við að eftir svona langan tíma verði fólk samdauna kerfinu. Sjái ekki vandann. Þeir sem þurfa ekki að bíða í Ártúnsbrekkunni í umferðarteppu skilja kannski ekki hvaða áhrif samgönguvandinn hefur á líf fólks í borginni. Þeir sem búa eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem komast ekki úr foreldrahúsum. Og eftir sextán ár í Ráðhúsinu er einfaldlega kominn tími til að segja þetta gott og skipta um áhöfn. Nýtt upphaf Það er kominn tími á nýja forystu. Nýtt upphaf. Hrista upp í borgarkerfinu sem hefur staðnað. Hleypa inn nýjum hugmyndum og fólki sem er tilbúið að takast á við viðfangsefnin. Breytt aðalskipulag Strax að loknum kosningum viljum við gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Leyfa byggð á Keldum, í Örfirisey, við BSÍ og klára hverfin. Efla Mjódd og styrkja hverfin til sjálfstæðis. Stórbæta samgöngur. Einfalda stjórnkerfið og færa fé til skólanna. Lækka álögur og skatta. Hreinsa borgina reglulega. Gera Reykjavík að raunhæfum kosti fyrir fólkið sem vill búa hér. Förum saman í að breyta borginni. Tökum til í kerfinu. Það er kominn tími til að breyta.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rúm vika er til kosninga í borginni er rétt að spyrja hvernig gengið hafi síðustu fjögur ár. Er ódýrara að leigja eða kaupa? Er auðveldara að komast á milli staða í borginni? Geta öll 18 mánaða börn komist á leikskóla? Er borgin hrein? Svarið við þessum spurningum er því miður eitt og það sama. Samt eru þetta einföld grundvallaratriði sem við viljum öll að séu í lagi.Valdaþreyta kallar á breytingar Sextán ár eru langur tími. Ekki síst í pólitík. Sitjandi borgarstjóri hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2002. Mestmegnis í meirihluta og síðustu átta ár óslitið við völd. Það vill brenna við að eftir svona langan tíma verði fólk samdauna kerfinu. Sjái ekki vandann. Þeir sem þurfa ekki að bíða í Ártúnsbrekkunni í umferðarteppu skilja kannski ekki hvaða áhrif samgönguvandinn hefur á líf fólks í borginni. Þeir sem búa eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem komast ekki úr foreldrahúsum. Og eftir sextán ár í Ráðhúsinu er einfaldlega kominn tími til að segja þetta gott og skipta um áhöfn. Nýtt upphaf Það er kominn tími á nýja forystu. Nýtt upphaf. Hrista upp í borgarkerfinu sem hefur staðnað. Hleypa inn nýjum hugmyndum og fólki sem er tilbúið að takast á við viðfangsefnin. Breytt aðalskipulag Strax að loknum kosningum viljum við gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Leyfa byggð á Keldum, í Örfirisey, við BSÍ og klára hverfin. Efla Mjódd og styrkja hverfin til sjálfstæðis. Stórbæta samgöngur. Einfalda stjórnkerfið og færa fé til skólanna. Lækka álögur og skatta. Hreinsa borgina reglulega. Gera Reykjavík að raunhæfum kosti fyrir fólkið sem vill búa hér. Förum saman í að breyta borginni. Tökum til í kerfinu. Það er kominn tími til að breyta.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar