Heildstæð orkutenging á Norðurlandi strax Sigmundur Einar Ófeigsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál Eyfirðinga er raforkuöryggi. Það er óþolandi staðreynd að Akureyri og Eyjafjörður allur skuli búa við raforkuskort þrátt fyrir að næg orka sé til í landinu. Áralöng barátta fyrir úrbótum hefur litlu skilað og hafa fyrirtæki og sveitarfélög þurft að koma sér upp varaafli með dísilvélum og olíukötlum sem er algjörlega úr takti við baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Orkuskorturinn hamlar uppbyggingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu og á hún sér enga framtíð við þessi skilyrði enda samkeppnishæfni svæðisins skert.Norðurland 1.100 MW samtengt orkusvæði Hugmyndin um uppbyggingu byggðalínunnar frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð á Norðurlandi er stórtæk en vel framkvæmanleg. Það er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir Eyjafjörð og í raun Norðurland allt að strax verði hafist handa við að byggja nýja 220 kílóvatta byggðalínu frá Fljótsdalsstöð að Blöndustöð. Þetta eru línurnar Kröflulína 3 sem liggur frá Fljótsdalsstöð að Kröflu, Hólasandslína 3 sem liggur frá Kröflu að Rangárvöllum og Blöndulína 3 sem liggur frá Rangárvöllum að Blöndustöð. Innviðauppbygging sem þessi myndi gera Norðurland að heildstæðu öflugu orkukerfi með um 1.100 megavatta framleiðslu. Ef samtenging raforkukerfisins á Norðurlandi, sem er í raun enduruppbygging byggðalínunnar, verður að raunveruleika mun raforkuöryggi stóraukast og næg orka verður á svæðinu til orkuskipta og framtíðar atvinnuuppbyggingar. Íslendingar eiga að styrkja innviði samfélagsins með öruggu og nútímalegu raforkuflutningskerfi. Stórátak þarf við uppbyggingu og viðhald innviða og við þurfum að forgangsraða í þágu slíkrar uppbyggingar. Áratugagamlir innviðir skapa óöryggi Byggðalínukerfið sem flytur raforku milli landshluta er orðið áratugagamalt og komið að þanmörkum. Flutningsgetan er einungis 100 megavött sem er aðeins lítill hluti af þeim 2.757 megavöttum sem er uppsett afl í landinu, eða 4%. Kerfið getur ekki lengur afhent næga orku með öruggum hætti eða tekið við nýrri orku og því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun. Óöryggið verður meira og meira eftir því sem árin líða. Vandamálið tengist ekki eingöngu Eyjafirði heldur stefnir í orkuskort víða um land á komandi áratugum við óbreytt ástand. Stórátak þarf í innviðauppbyggingu Álag á byggðalínuna hefur vaxið samfara aukinni raforkunotkun og er nú svo komið að línan er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Það samræmist ekki markmiðinu á bak við raforkulögin um frjáls viðskipti með raforku ef ekki er hægt að flytja raforkuna á milli svæða. Í mörg ár hefur legið ljóst fyrir að fara þurfi í stórátak til styrkingar raforkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalínunnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sammála um hvernig það skuli gert. Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur.Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar