Suður-Afríka vill tvöfalda bílaframleiðsluna Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 06:30 Bílar settir saman í Suður-Afríku. Suður-Afríka er það land Afríku þar sem flestir bílar eru framleiddir en ársframleiðslan í fyrra nam 600.000 bílum og flestir þeirra voru fluttir út úr landinu. Toyota, Ford, Volkswagen, Nissan, BMW og Bejing Automotive eru með verksmiðjur í landinu og eru yfirvöld í Suður-Afríku nú í viðræðum við sum þessara fyrirtækja með það markmið að tvöfalda framleiðslu bíla í landinu og hefur boðið þeim skattaafslætti í því augnamiði. Fyrirætlanir yfirvalda í landinu eru hástemmdar og stendur vilji til þess að meira en tvöfalda framleiðsluna til ársins 2035 og framleiða þá 1,5 milljónir bíla. Mikill vöxtur er nú í bílaframleiðslu í Surður-Afríku og er búist við því að hún muni verða 850.000 bílar árið 2020. Ef áætlanir yfirvalda í Suður-Afríku ganga eftir um tvöföldun framleiðslunnar verða starfsmenn sem vinna við bílaframleiðslu orðnir 225.000 og munar um minna í landi sem glímir við atvinnuleysi. Vandi bílaframleiðendanna sem framleiða bíla í Suður-Afríku er vegalengdin á sölumarkaði en að meðaltali þarf til dæmis að flytja þá bíla BMW sem framleiddir eru í landinu um 9.000 kílómetra leið. Því þarf að vera býsna hagkvæmt að framleiða BMW bíla í Suður-Afríku til að réttlæta mikinn flutningskostnað. Bílaframleiðslan skiptir efnahagslífið í landinu miklu máli en sjö prósent af virði allrar framleiðslu í landinu eru bílar. BMW hefur nýlega varið 49 milljörðum króna í nýja bílaverksmiðju norður af Pretoríu og í síðasta mánuði hófst þar framleiðsla á BMW X3 jepplingnum. Uppbygging stendur einnig yfir hjá Volkswagen og Nissan og var tekin ákvörðun um aukna framleiðslu þeirra beggja í landinu árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent
Suður-Afríka er það land Afríku þar sem flestir bílar eru framleiddir en ársframleiðslan í fyrra nam 600.000 bílum og flestir þeirra voru fluttir út úr landinu. Toyota, Ford, Volkswagen, Nissan, BMW og Bejing Automotive eru með verksmiðjur í landinu og eru yfirvöld í Suður-Afríku nú í viðræðum við sum þessara fyrirtækja með það markmið að tvöfalda framleiðslu bíla í landinu og hefur boðið þeim skattaafslætti í því augnamiði. Fyrirætlanir yfirvalda í landinu eru hástemmdar og stendur vilji til þess að meira en tvöfalda framleiðsluna til ársins 2035 og framleiða þá 1,5 milljónir bíla. Mikill vöxtur er nú í bílaframleiðslu í Surður-Afríku og er búist við því að hún muni verða 850.000 bílar árið 2020. Ef áætlanir yfirvalda í Suður-Afríku ganga eftir um tvöföldun framleiðslunnar verða starfsmenn sem vinna við bílaframleiðslu orðnir 225.000 og munar um minna í landi sem glímir við atvinnuleysi. Vandi bílaframleiðendanna sem framleiða bíla í Suður-Afríku er vegalengdin á sölumarkaði en að meðaltali þarf til dæmis að flytja þá bíla BMW sem framleiddir eru í landinu um 9.000 kílómetra leið. Því þarf að vera býsna hagkvæmt að framleiða BMW bíla í Suður-Afríku til að réttlæta mikinn flutningskostnað. Bílaframleiðslan skiptir efnahagslífið í landinu miklu máli en sjö prósent af virði allrar framleiðslu í landinu eru bílar. BMW hefur nýlega varið 49 milljörðum króna í nýja bílaverksmiðju norður af Pretoríu og í síðasta mánuði hófst þar framleiðsla á BMW X3 jepplingnum. Uppbygging stendur einnig yfir hjá Volkswagen og Nissan og var tekin ákvörðun um aukna framleiðslu þeirra beggja í landinu árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent