Kjósum breytingar í Reykjavík Eyþór Arnalds skrifar 24. maí 2018 07:00 Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar